Myndir og vídeó frá æfingu í matreiðslu í VMA
-
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
Í 12. viku var haldin heit æfing hjá nemendum 2. bekkjar í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Æfingin fólst í því að elda hádegisverð fyrir fund sem haldinn var í skólanum á þriðjudeginum.
„Nemendurnir unnu tveir og tveir saman, undirbúningurinn fór fram á mánudegi og var maturinn framreiddur í hádeginu á þriðjudeginum.
Fyrirmælin sem nemendurnir fengu voru að útbúa súpu og brauð að eigin vali í forrétt en í aðalrétt átti að elda rauðsprettu paupiette og pönnusteiktan fisk að hætti nemanna ásamt klassískum kartöflum og meðlæti sem þeir fengu að útfæra sjálfir,“
sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.
Þess má geta að nemendur af grunndeild matvælagreina sáu um framreiðsluna á þriðjudeginum.
Fundurinn var haldinn af Verkmenntaskólanum og var iðnmeisturum á svæðinu boðið. Efni fundarins var „Hvernig er hægt að efla samstarf skóla, vinnustaða og nema?“ Kynnt voru þrjú verkefni sem skólinn hefur tekið þátt í.
1) Workmentor, fjallar um þjálfun Mentora eða starfsþjálfa á vinnustað.
2) WorkQual, fjallar um hvaða upplýsingar vinnustaðir þurfa að vita um nemendur, mælikvarða, verklag o.fl. svo það sé eins fyrir alla vinnustaði.
3) AppMentor, þar sem verið er að kanna hvernig og hvaða samfélagsmiðla og öpp sé hægt að nota í vinnustaðanámi og koma samskiptum og skráningu um það á rafrænt form.
Myndir
Félögum úr Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi var boðið að koma í heimsókn á þriðjudeginum og fylgjast með nemunum að störfum. Klúbbfélagarnir enduðu svo á því að smakka og áttu svo gott spjall við nemana um réttina. Nemarnir höfðu orð á því hversu skemmtilegt og lærdómsríkt það hafi verið fyrir þá að eiga þetta spjall við klúbbmeðlimi.
Myndir og vídeó: Ari Hallgrímsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður