Vertu memm

Frétt

Ertu með hugmynd um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu? Funheit hugmyndasamkeppni

Birting:

þann

Gerum okkur mat úr jarðhita

Í dag áttunda mars, verður opnað fyrir funheitri hugmyndasamkeppni fyrir alla Íslendinga. Eimur, í samstarfi við Matarauð Íslands, Íslensk verðbréf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kallar eftir tillögum um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu.

Frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurðir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes, bara hvað sem er. Það telst hugmyndinni jafnframt til tekna ef hún byggir á sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila.

Það er jarðhitinn á Norðausturlandi sem einblínt er á í þetta sinn. Þátttaka er öllum opin og hugmyndin má vera á hvaða stigi sem er. Tvær bestu hugmyndirnar verða verðlaunaðar.

Gerum okkur mat úr jarðhita

Það er því ástæða til að leggja höfuðið í bleyti! Skilafrestur er til 15. maí. Frekari upplýsingar má finna á www.eimur.is og mataraudur.is

Hugmyndasamkeppnin verður opnuð formlega í Hofi á Akureyri í dag klukkan 16:30, 8. mars 2018.

Myndir: eimur.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið