Nemendur & nemakeppni
Gekk vel á fyrsta keppnisdegi NNK

F.v. Andri Már Jónsson og Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir keppendur í framreiðslu að setja saman vínlista í keppninni
Þá er fyrri dagurinn hjá íslensku keppendunum í Norrænu nemakeppninni (NNK) að enda kominn og gekk þeim mjög vel, en keppnin er haldin í Hótel og restaurantskólanum í Kaupmannahöfn.
Dagurinn byrjaði á fagprófi fyrir bæði matreiðslu- og framreiðslunemanna. Matreiðslunemarnir matreiðu tveggja rétta máltíð úr leyndarkörfu fyrir sex gesti. Framreiðslunemarnir kepptu í vínfræðum, borlagningu fyrir tvo gesti, pöruðu saman vín og matseðil, fyrirskurði og servéttubrotum.
- Í forrétt var sólflúra hjá matreiðslunemunum
- Í aðalrétt voru grísakótilettur hjá matreiðslunemunum
- Matreiðslunemarnir þeir Knútur Hreiðarson og Stefán Hlynur Karlsson þurftu að semja matseðil á staðnum sem átti að innihalda sólflúru og grísakótilettur
Úrslit liggja fyrir laugardagskvöldið 13. apríl.
Fleiri fréttir og viðburðir hér tengt NNK 2013.
Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Jónsson, sviðsstjóri Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR fræðsluseturs.
/Smári
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu








