Uncategorized
Vínþjónar fá að smakka Pingus
Þetta var sennilega kostnaðasamsta smökkun sem hefur nokkurn tíma verið haldin á Íslandi, en burtséð frá verð vínsins (sem finnst hvorki í angan eða keiminum) var þetta einstakt tækifæri og glæsilegt fyrir okkur sem sátu með L’Esprit du Vin danska á laugardaginn var. Quinta Sardonia, Flor de Pingus og Pingus voru á boðstólum, sömu vínin og í KB Banka veislunni margfrægu.
Esprit du Vin ( www.esprit-du-vin.com ) er „exclusive“ víninnflytjandi og eini aðili sem fær að hafa kvóta af Pingus í Skandinavíu, 600 fl. á ári. Dominio de Pingus er í eigu Danans Peter Sisseck og er staðsett í Ribeira del Duero, þar sem Vega Sicilia er einnig staðsett. Hann hefur skotist upp á stjörnuheimininn á fáeinum árum þar sem fyrsti árgangurinn hans var 1994 en heill árgangur af fyrsta víninu fór í hafið þar sem skipið sökk… Robert Parker var búinn að dæma það 100/100. En Peter Sisseck sendir frá sér Dominio de Pingus (Tinto Fino – tempranillo, 3-4000 fl), Flor de Pingus frá aðra ekru (sama, 30 000 fl) og óskírt vín frá ekrui sem hann festi kaup á 2004. Quinta de Sardonia (blanda tempranillo, Cabernet Sauvignon, Malbec, syrah og fl) er vín framleitt í samstarfi við Jerôme Bougnaud. Öll vínin eru í dag bíodýnamísk.
Vínin voru mjög flott (þó nú væri!!), þétt, mikil, elegant, allt af öllu sem einkennir Ribeira del Duero vínin og meira til. Kaffi líkjör, mikil sveit þegar þau fara að þroskast, mikill dökkur ávöxtur, ristuð eik (hann hefur séraðferð um geymslu, flytur vínið frá einni nýja tunnu yfir í aðra á miðri leið), þetta er mjög flókin vín og gerð til að geyma. Allir hafa sagt það á undan okkur: Sisseck er ótrúlega góður víngerðamaður og vínin hanns í línu við „garage“ vín í Bordeaux – eins og Ch. Valandraud frá Thunevin sem er reyndar vinur Paters.
Þetta var einstök smökkun, „once in a lifetime“ að smakka 3 árganga af Pingus og við þökkum hjartanlega fyrir okkur. 2004 var ekki á borðinu – hann kláraðist í veislu KB Banka daginn áður…
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu