Freisting
Sjötíu tonn af hreindýrakjöti til
Ætla má að rúmlega sjötíu tonn af hreindýrakjöti séu til í landinu eftir nýafstaðið veiðitímabil. Veiðimenn nýta flestir kjötið til einkanota.
Á vefsíðu Ríkisútvarpsins er sagt meðal annars að meðalnýting á hverju dýri er um 60%. Kjöt af hverjum hreindýrstarfi vegur að meðaltali um 80 kíló, á veiðitímabilinu í ár voru felldir 559 tarfar og því má ætla að kjötið vegi tæp 45 tonn. Hreinkýrnar eru umtalsvert léttari en tarfarnir og kjötið sem fellur til af hverri kú að meðaltali 35 kíló. 570 kýr voru felldar, sem gera tæp 20 tonn af kjöti. Áætlað eru að 60 til 70 % kálfa séu felldir með mæðrum sínum eins og mælst er til og vegur kálfakjötið í heild tæp 6 tonn.
Samkvæmt upplýsingum frá Veiðistjórnunarsviði nýta flestir veiðimenn kjötið til einkanota, sé það ætlað til sölu verður lögum samkvæmt að skoða kjötið og votta það. Hjörtur Magnason héraðsdýralæknir á Egilsstöðum annast kjötskoðun á svæðinu. Hann segir flesta skrokka gæðastimplaða. Algengasti galli sé á kviðskotnum dýrum, en þau eru niðurstimpluð með svo kölluðum gorstimpli og ekki talin vænleg söluvara. Sjaldgæft er að beita þurfi sjúkrastimpli en í slíkum tilvikum er kjötið óhæft til neyslu og er umsvifalaust fargað.
Hjörtur segir að veitingamenn borgi að jafnaði um 1600 krónur á kílóið fyrir heila skrokka en allt að 3500 krónur á kílóið fyrir hrygg og læri.
Mynd: Freisting.is | [email protected]
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or19 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla