Vín, drykkir og keppni
Heimildarmynd um heim vínþjónsins sem vert er að horfa á
We Somm er væntanleg heimildarmynd um heim vínþjónsins/sommlier og fjallar m.a um hversu mikilvægir sommelier-ar eru að verða á hótel- og veitingahúsum út um allan heim og jafnvel hjá vínframleiðendum, víntímaritum og vínbirgjum.
Mikil vakning og áhugi hefur verið undanfarið um starf vínþjónsins og sýnir þessi mynd t.d hvaða kostir góðir vínþjónar þurfa að hafa og hversu mikla vinnu og nám þeir hafa lagt á sig.
Í myndinni koma fyrir margir af allra bestu sommelier-um heims og nokkrir heimsmeistarar, Andreas, Arvid, Paolo, Gerard og Tassiki.
Mig hlakkar mikið til að sjá þessa mynd enda búinn að sjá hina víðfrægu Somm og uncorked nokkuð oft, svo vill ég benda á athyglisvert myndband þar sem goðsögnin Gerard Basset lýsir keppnisfyrirkomulagi í vínþjónakeppni, þar tekur hann fyrir síðasta heimsmeistarmót sem haldið var í Mendoza í Argentínu, sem að undirritaður tók þátt í.
We Somm – Vídeó
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum