Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dunkin´ Donuts á Laugavegi lokar
Rúm tvö ár eru síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn var opnaður hér á landi og vakti sú opnun mikla athygli. Í dag eru staðirnir fimm talsins, en forsvarsmenn Dunkin´ Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin byggi á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór í fermetrum talið.
„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa Dunkin og munum við sem fyrr bjóða þar uppá góða vöru á hagstæðu verði“
, segir Sigurður.
Mynd: Smári

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag