Keppni
Lokakeppni elit Art of Martini nú um helgina – Jónmundur frá Apótek Bar keppir
Ultra-luxury elit® Vodka kynnir elit® art of martini lokakeppnina sem fer fram núna um helgina 21. – 24. september 2017 á Ibiza.
Sigurvegari keppninnar í Reykjavík, Jónmundur Þorsteinsson barþjónn á Apótek Bar með drykkinn “The Grapest Martini” mun keppa ásamt 40 öðrum barþjónum víðsvegar um heiminn.
Keppnin byrjar á föstudag 22. september og er þar um að ræða undanúrslit og keppa 8 barþjónar á sama tíma í 5 hollum að gera sinn sigur kokteil en af þeim fara 3 áfram í Mystery Box Challenge.
Þar er unnið með hráefni sem barþjónarnir hafa ekki séð áður og þurfa þessir 3 barþjónar að gera Martini drykk frá grunni.
Hér er pressa sett á barþjónana að vinna hratt til að skila af sér Martini kokteil en við höfum mikla trú á Jónmundi sem stefnir í fimm manna úrslit.
Sá sem vinnur Mystery Box Challenge fer svo áfram í fimm manna úrslit á laugardeginum en miklu er til tjaldað í þessa keppni og dómnefndin er skipuð reynslumiklu fólki úr barþjónageiranum erlendis.
Jónmundur og hans fylgdarlið munu sýna frá keppninni á snapchat hjá Veitingageiranum fimmtudag, föstudag og laugardag og hvetjum fólk að fylgjast með.
Vídeó
Eftirfarandi myndband sýnir nokkrar borgir sem taka þátt, þ.á.m Reykjavík, Iceland:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/krinos.k/videos/10154742355095974/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var