Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fiskverslunin og sjávarréttastaðurinn Beint úr sjó flytur
Fiskverslunin og sjávarrétta-veitingastaðurinn Beint úr sjó opnaði á nýjum stað nú á dögunum, en staðurinn var staðsettur í verslunarkjarnanum við Fitjar og hefur komið sér fyrir í miðbæ Reykjanesbæjar við Hafnargötu 29.
Eigendur eru Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson, en þeir eiga jafnframt fiskvinnslu í Sandgerði og vinna allar vörurnar fyrir fiskverslunina þar og hindra þar með alla slorlykt eða óhreinindi á veitingastaðnum sem oft vill fylgja fiskverslunum.
Fiskverslunin og veitingastaðurinn tekur 30 manns í sæti og býður upp á hefðbundinn hversdagsmat ýsu, gellur, plokkfisk, fiskibollur og nútímalega rétti í fiskborðinu. Matseðillinn er orðinn fjölbreyttari, en þar má finna fish & chips, humarsúpu, sjávarréttasúpu, að ógleymdu sushi-inu sem er mjög vinsæll réttur hjá þeim félögum en hingað til hefur gott sushi ekki verið í boði í verslunum á öllu Reykjanesinu og hafa sushi unnendur þurft að keyra til Reykjavíkur til að versla sér gott sushi. Beint úr sjó býður upp á léttvín fyrir þá sem vilja.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó