Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fiskverslunin og sjávarréttastaðurinn Beint úr sjó flytur

Birting:

þann

Beint úr sjó

Beint úr sjó við Hafnargötu 29
Beint úr sjó býður einnig upp á fyrirtækjaþjónustu og senda fisk og sushi í mötuneyti hjá stórum sem litlum fyrirtækjum og veitingastöðum.
Mynd tekin rétt fyrir opnun: facebook / Beint úr sjó

Fiskverslunin og sjávarrétta-veitingastaðurinn Beint úr sjó opnaði á nýjum stað nú á dögunum, en staðurinn var staðsettur í verslunarkjarnanum við Fitjar og hefur komið sér fyrir í miðbæ Reykjanesbæjar við Hafnargötu 29.

Beint úr sjó

Magnús Heimisson, Arnar Ingólfsson og Bjarni Geir Lúðvíksson.
Mynd tekin í júlí 2015, en Arnar hjálpaði þeim félögum Magnúsi og Bjarna við opnun Beint úr sjó á Fitjum við gerð á sushi, fiskréttum ofl.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Eigendur eru Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson, en þeir eiga jafnframt fiskvinnslu í Sandgerði og vinna allar vörurnar fyrir fiskverslunina þar og hindra þar með alla slorlykt eða óhreinindi á veitingastaðnum sem oft vill fylgja fiskverslunum.

Beint úr sjó

Beint úr sjó býður meðal annars upp á tilbúna fiskrétti þar sem hægt er að setja í ofn þegar heim kemur.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Beint úr sjó

Sushi hjá Beint úr sjó

Beint úr sjó

Sushi-ið er mjög vinsælt hjá Beint úr sjó

Fiskverslunin og veitingastaðurinn tekur 30 manns í sæti og býður upp á hefðbundinn hversdagsmat ýsu, gellur, plokkfisk, fiskibollur og nútímalega rétti í fiskborðinu.  Matseðillinn er orðinn fjölbreyttari, en þar má finna fish & chips, humarsúpu, sjávarréttasúpu, að ógleymdu sushi-inu sem er mjög vinsæll réttur hjá þeim félögum en hingað til hefur gott sushi ekki verið í boði í verslunum á öllu Reykjanesinu og hafa sushi unnendur þurft að keyra til Reykjavíkur til að versla sér gott sushi.  Beint úr sjó býður upp á léttvín fyrir þá sem vilja.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið