Vertu memm

Freisting

“Reykjavík´s Best Celler“

Birting:

þann

Þegar víkingarnir komu til Íslands,snerist matargerðin hjá þeim um hvernig best væri að geyma  hann, en bragðið var aukaatriði.  Það leiddi af sér frábrugðnar matvörur svo sem súrsaða hrútspunga og kæstan hákarl.

Til allra hamingju kom kæliskápur fram á sjónarsviðið og ásamt fjölbreyttum veiðum á fiski er það gerlegt fyrir ferðamenn að fá sér að borða á veitingastöðum án nokkurs ótta við það sem á borð er borið.

Í hringiðu veitingastaða í miðborginni er Sjávarkjallarinn ( www.sjavarkjallarinn.is )
til húsa í elsta kjallara borgarinnar sem þjónaði sem  geymsla fyrir hesta á síðari hluta 18 aldar.  Veitingastaðurinn er þekktur fyrir sína eldamennsku sem byggist á fusion eldhúsi með íslensku hráefni kryddað með austurlenskum kryddum.  Matseðillinn breytist 2svar í mánuði og nýlega mátti sjá á matseðlinum blálöngu kryddaða með rauðum engifer, wasabi og shiso og stökkan lax með soybeans, saffron og parsley, aðrir réttir eins og ljúffengnar grillaðar lambakótilettur frambornar með pecans og cépes sem féllu vel að bragðinu af kjötinu sem er sumarlangt upp á heiðum og fjöllum borðandi lyng, ber og fleira villt úr náttúrunni.

Sjávarkjallarinn er þekktur fyrir að þar sé þotuliðið að sleppa fram af sér beislinu og borga hæsta verð á mat á landinu fyrir unaðlegar veitingar í yfirdrifnum framsetningum.  Sashimi er borið fram í þokumóðu frá þurrís, rækjur og humar þarf að veiða upp úr krukku úr gleri, hnetu og lime skyr er framborið á bananalaufi pakkað inn eins og gjöf. Framsetningin er smart en alveg óþörf, en brögðin og ferskleiki á Sjávarkjallaranum er útaf fyrir sig gjöf sem ber að njóta.

Smellið hér til að horfa á Vídeó frá ferðalagi sælkera time.com

Úr grein tímaritsins TIME – time.com sem birt var miðvikudaginn 11. mars 2009 síðastliðin

Mynd: time.com /Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið