Markaðurinn
Íslenskt lambabeikon – Eitthvað sem þú verður að smakka
Lambabeikonið frá Kjarnafæði er nýjung á íslenskum neytendamarkaði þegar kemur að sölu í stórmörkuðum. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á mjög svipaðan hátt og beikon. Það er léttsaltað og reykt en er alveg án sykurs og inniheldur minna salt en venjulegt beikon.
Við skorum á ykkur að prófa enda um nýjung að ræða og spennandi kost með morgunverðinum, á hamborgarann eða bara sem snakk í veisluna! Við mælum með að þið steikið lambabeikonið þannig að það verði stökkt eða „crispy“ en þannig nást fram mestu gæðin.
Lambabeikonið er hægt að fá þítt í neytendapakkningum og frosið fyrir mötuneyti, veitingastaði og svo framvegis.
Hafir þú áhuga á að versla eða fá frekari upplýsingar um þessa vöru þá endilega hafðu samband við söludeild Kjarnafæðis í síma 460-7400.
Innihald og næringargildi er hægt að lesa á vef Kjarnafæðis hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun24 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF