Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hamborgarafabrikkan kynnir nýjan hamborgara með pomp og prakt

Birting:

þann

draumurinn_fabrikkan

Þessi einstaki hamborgari hefur mjög sérstakt og afgerandi nafn. Hann er settur saman af mjög sérstöku tilefni og er skírður í höfuðið á vinsælu dægurlagi

, en þessi og aðrar færslur hafa birst á facebook síðu Íslensku Hamborgarafabrikkunnar síðastliðna daga, en hér er um að ræða kynning á nýjum hamborgara staðarins.  Nýi hamborgarinn verður vígður með pomp og prakt í hádeginu í dag fimmtudaginn 26. sept. við sérstakri vígsluathöfn og heitir hamborgarinn Draumurinn eftir samnefndu lagi Sálarinnar.

Að því tilefni ætlar Sálin hans Jóns míns taka lagið fyrir hádegisgestir Fabrikkunnar á Höfðatorgi í dag, en sveitin fagnar nú aldarfjórðungsafmæli og verða haldnir viðhafnartónleikar í Hörpu laugardagskvöldið 9. nóvember 2013.

Eftirfarandi lýsing á nýja hamborgaranum er fengin af facebook síðu Hamborgarafabrikkunnar:

DRAUMURINN er steikarborgari úr 100% hreinni íslenskri nautalund sem er grófhökkuð og blönduð hreinni nautafitu (14%). Hann er svo gómsætur að hann er borinn fram „nakinn“ í sesamlausu brauði með einungis bræddum osti á toppnum.  Honum fylgir svo mjög spennandi nýjung – Trufflubernaisesósa.  Þeir sem vilja gjörsamlega trylla bragðlaukana geta valið að bæta ofaná hann sneið af steiktri, franskri andalifur (Foie Gras) – sem er stolt franskrar matargerðarlistar.

 

Mynd: af facebook síðu Hamborgarafabrikkunnar.

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið