Vertu memm

Frétt

Rekstrarfélag Dunkin’ Donuts í greiðslustöðvun

Birting:

þann

Dunkin' Donuts á Laugavegi 3

Fyrsti Dunkin’ Donuts á Íslandi var opnaður 5. ágúst árið 2015 við Laugaveg 3

Laun 260 starfsmanna hefur verið tryggt til nóvember næstkomandi og á þeim tíma mun stjórn rekstrarfélagsins Dunkin’ Donuts í Þýskalandi fara í allsherjar endurskipulagningu á starfsemi fyrirtækisins. Þangað til munu veitingastaðir Dunkin ‘Donuts halda áfram að keyra eðlilega, en rekstrarfélagið í Þýskalandi er komið í greiðslustöðvun.

Alls eru 67 Dunkin’ Donuts veitingastaðir í Þýskalandi (ágúst 2017) og þar af 20 í Berlín.

Dunkin’ Donuts var stofnað árið 1950 en fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins. Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag rúmlega 11.000 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts í Bandaríkjunum.

Á Íslandi eru að Dunkin’ Donuts veitingastaðirnir fimm talsins og á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.

 

Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint: Smári

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið