Frétt
Reykjanesbær og Skólamatur ehf. undirrita samning

Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma.
F.v.: Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla.
Reykjanesbæjar og Skólamatur ehf. hafa undirritað samning um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar að undangengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með.
Tvö tilboð bárust í útboðið, annað frá ISS Ísland ehf. að upphæð kr. 624.832.598.- og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291.
Skólamatur hefur undanfarin 12 ár þjónustað skólamötuneyti grunnskóla Reykjanesbæjar. Í fréttatilkynningu segir að samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar um eitt ár eða að hámarki til 5 ára.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið17 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu





