Frétt
Reykjanesbær og Skólamatur ehf. undirrita samning
![Skólamatur ehf. og Reykjanesbær undirrita samning](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/05/skolamatur2-1024x616.jpg)
Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma.
F.v.: Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla.
Reykjanesbæjar og Skólamatur ehf. hafa undirritað samning um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar að undangengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með.
Tvö tilboð bárust í útboðið, annað frá ISS Ísland ehf. að upphæð kr. 624.832.598.- og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291.
Skólamatur hefur undanfarin 12 ár þjónustað skólamötuneyti grunnskóla Reykjanesbæjar. Í fréttatilkynningu segir að samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar um eitt ár eða að hámarki til 5 ára.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný