Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fjölskyldu- og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard opnar hostel, hótel og veitingastað á Hvolsvelli
Í dag laugardaginn 13. maí hefst nýr kafli hjá fjölskyldu- og ferðaþjónustufyrirtækinu Midgard á Hvolsvelli sem hefur rekið ferðaskrifstofuna Midgard Adventure frá árinu 2010.
Í nýjustu viðbótinni, Midgard Base Camp, er að finna gistimöguleika sem falla bæði undir hostel og hótel flokkanir þar sem tæp 50 rúm eru í boði bæði í hótelherbergjum og kojugistingu. Í tilkynningu segir að mikið hefur verið lagt í smíði á innanstokksmunum þar sem áhersla er lögð á þægindi í heimasmíðuðum uppábúnum lokrekkjum með myrkvunargluggatjöldum, rafmagni og góðum dýnum.
Hótelherbergin hafa upp á allt að bjóða fyrir þá kröfuharðari sem vilja dvelja út af fyrir sig. Snyrtileg baðherbergi, góð rúm og einstakt útsýni er meðal þess sem þessir gestir fá að njóta. Svo ekki sé talað um heitan pott og gufubað sem staðsett er á þaki Midgard Base Camp með útsýni yfir Þórsmörkina og Eyjafjallajökul. Þetta svæði er aðgengileg fyrir alla þá sem gista í húsinu.
Verið er að þróa matseðla og vinna að því að opna 75 sæta veitingastað í húsinu þar sem áhersla verður lögð á heiðarlega matargerð í hollari kantinum á góðum verðum. Stefnt er að því að veitingastaðurinn opni um mánaðarmótin maí / júní með fullbúnum matseðli. Veitingasalirnir eru þó klárir og er leyfi fyrir 150 manns sem er tilvalið fyrir hverslags viðburði.
Í dag er boðið upp á morgunverðar- og hádegishlaðborð og eru allir velkomnir. Hópabókanir og aðrar fyrirspurnir berist á [email protected]. Morgunverðarhlaðborðið er klárt frá 7:00 á morgnana og er barinn opinn til 23:00 á kvöldin alla daga.
Í Midgard Base Camp er einnig að finna verslun og leigu á útivistarfatnaði og búnaði til fjallaferða í samstarfi við 66°Norður og Fjallakofann. Verslunin er öllum opin, hlaðin gæða útbúnaði til fjallaferða og útivistar og úrvalið eftir árstíðum.
Mikið verður lagt upp úr góðri upplýsingagjöf til ferðamanna og býður Midgard öllum velkomna að kíkja við í gott kaffi, kökusneið og fá ráðgjöf fyrir ferðalagið og upplýsingar um náttúruna á svæðinu eða einfaldlega skella sér í ferð með Midgard Adventure.
Midgard Base Camp er staður til þess að heimsækja á ferðalaginu um náttúruperlur suðurlandsins. Þar er vettvangur til þess að deila sögum yfir köldum eða heitum drykk, hlaða rafhlöðurnar, hlusta á sögur annarra og kynnast þeim sem sækja Ísland heim allt árið.
Heimasíða: www.midgard.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin