Frétt
Viðskipti með matvæli eru að breytast á ógnarhraða
Dagana 27. til 30. apríl verður viðburðurinn LYST – Future of Food haldinn í annað skipti á vegum Íslenska sjávarklasans.
Viðburðinn samanstendur af ráðstefnu um viðskipti með mat og matarhakkaþon. Á ráðstefnuna munu vera framsögur frá úrvali af erlendum og innlendum áhrifavöldum á matvælamarkaðnum, en sérstök áhersla verður á sjálfbærni. Matarfrumkvöðlum verður boðið til þátttöku í matarhakkaþoni, þar sem þeir taka þátt í skapa lausnir fyrir matvælageirann með aðstoð þrautreyndra mentora.
„Viðskipti með matvæli eru að breytast á ógnarhraða, við Íslendingar erum matvælaþjóð sem er mjög háð breytingum sem verða á mörkuðum. Markmiðið með viðburðinum er að fá fólk í fremstu röð til að heimsækja okkur og fá tækifæri til að heyra frá þeim hvaða breytingar eru í farvatninu. Jafnframt ætlum við að bjóða þeim sem koma í heimsókn að hjálpa okkur móta næstu kynslóð matarfrumkvöðla okkar Íslendinga. Við ætlum að halda matarhakkaþon samhliða viðburðinum okkar og verður það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.“
, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hakkaþon er viðburður sem tíðkast víða í tækniheiminum, þar takast þátttakendur á við krefjandi verkefni og koma með alvöru lausnir á innan við 36 klukkutímum. Jafnframt fá þátttakendur tækifæri til þess að máta hugmyndir sínar og lausnir við reynda mentora sem gefa þeim faglega endurgjöf. Að lokum kynna þátttakendur lausnir sínar fyrir dómnefnd sem velja bestu lausnina. Orðið hakkaþon (e. hackathon) er einmitt komið að því að hakka einhverju saman og maraþon. Tæknifyrirtæki nýta hakkaþonið bæði til þess að efla innra starf fyrirtækja og starfsmenn og á sama tíma að hvetja þá til þess að skapa, og hugsa út fyrir kassann.
Aðalgestur LYST verður Sara Roversi en hún rekur Future of Food Institution á Ítalíu, sem hefur það að markmiði að efla matarnýsköpun á Ítalíu. Sara er nýkomin úr matarheimsreisu þar sem hún ásamt nemendum sínum eru búin að greina matarnýsköpun á milli menningarheima. Sara ætlar að greina frá niðurstöðum sínum og setja Ísland inn í það samhengi.
Skráning á viðburðinn fer fram á heimasíðu viðburðarins www.lyst.is
Dagskrá
Mynd: lyst.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði