Markaðurinn
25% afsláttur á skyrköku gastró frá MS
Hin svokallaða skyrkaka gastró frá MS er eingöngu framleidd fyrir stóreldhús og er frábær lausn hvort heldur sem er í sneiðum fyrir hópa eða á hlaðborðið. Í skyrfrauðinu er bragðgott skyr, neðst er þunnur og mjúkur svampbotn og á milli er ljúffeng hindberjasulta. Veitingamaðurinn setur svo sitt handbragð á kökuna með skreytingum að eigin vali og höfum við sér margar og skemmtilegar útfærslur, t.d. með After eight, ávöxtum, sælgæti, kökumylsnu svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að frysta kökuna og sé hún tekin beint úr frysti þarf að gæta þess að kakan fái að standa í tvo tíma við stofuhita eða í fjóra tíma í kæli áður en hún er borin fram en gott er að skera kökuna áður en hún þiðnar alveg.
Kökuna er hægt að panta í stykkjatali en annars eru þrjár kökur í kassanum og geymast kökurnar í 30 daga við 0-4°C og í sex mánuði sé hún höfð í frysti.
Hér er því á ferðinni frábær lausn fyrir þá sem vilja bjóða upp á góða skyrköku án umstangsins og við vonum að þið gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar kemur að því að skreyta kökuna áður en hún er borin fram.
Kakan kostar 3600.- kr en með 25%afslætti kostar hún 2700.-kr án vsk.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








