Markaðurinn
25% afsláttur á skyrköku gastró frá MS
Hin svokallaða skyrkaka gastró frá MS er eingöngu framleidd fyrir stóreldhús og er frábær lausn hvort heldur sem er í sneiðum fyrir hópa eða á hlaðborðið. Í skyrfrauðinu er bragðgott skyr, neðst er þunnur og mjúkur svampbotn og á milli er ljúffeng hindberjasulta. Veitingamaðurinn setur svo sitt handbragð á kökuna með skreytingum að eigin vali og höfum við sér margar og skemmtilegar útfærslur, t.d. með After eight, ávöxtum, sælgæti, kökumylsnu svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að frysta kökuna og sé hún tekin beint úr frysti þarf að gæta þess að kakan fái að standa í tvo tíma við stofuhita eða í fjóra tíma í kæli áður en hún er borin fram en gott er að skera kökuna áður en hún þiðnar alveg.
Kökuna er hægt að panta í stykkjatali en annars eru þrjár kökur í kassanum og geymast kökurnar í 30 daga við 0-4°C og í sex mánuði sé hún höfð í frysti.
Hér er því á ferðinni frábær lausn fyrir þá sem vilja bjóða upp á góða skyrköku án umstangsins og við vonum að þið gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar kemur að því að skreyta kökuna áður en hún er borin fram.
Kakan kostar 3600.- kr en með 25%afslætti kostar hún 2700.-kr án vsk.
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta21 klukkustund síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði