KM
Fundarboð aprílfundar Klúbbs matreiðslumeistara
Fundur haldinn í hinum nýja og glæsilega Turni við smáratorg á 20. hæð þriðjudaginn 8. apríl kl. 19:00
Athugið að fundurinn er þriðjudaginn 8. apríl
Farin verður stutt skoðunarferð um húsnæðið sem er hlaðið tækninýjungum sem eiga sér ekki hliðstæðu. Glæsilegur matseðill að hætti hússins.
Efni fundar:
Sérstakur gestur fundarins verður matreiðslumeistarinn geðþekki Sigurður L. Hall og ætlar hann að segja okkur frá því sem hann er að gera, Food and Fun, Iceland naturally o.s.frv. Mjög fróðlegt erindi.
Ragnar Wessmann segir okkur frá mjög merkilegu mastersverkefni sem hann er að vinna og ætlar að fá aðstoð okkar í Klúbbi matreiðslumeistara við hluta verkefnisins.
Fullt af öðrum málum eru á dagskrá fundarins sem er síðasti klúbbfundur fyrir aðalfund.
Munið kokkaklæðnaðinn, hvítur jakki og svartar buxur.
Missið ekki af þessum fundi í nýjasta og flottasta salnum í bænum.
Matarverð Kr. 2500,-
Kv.
Stjórnin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s