Markaðurinn
Teeling viskí komið í sölu á Íslandi
Karl K Karlsson hefur hafið sölu á Teeling, írsku viskíi beint frá Dublin. Teeling er á góðri leið með að verða eitt vinsælasta írska viskíið á markaðnum í dag eftir að hafa hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum síðustu misseri.
Formlegt opnunarhóf verður haldið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar laugardaginn 26. nóvember frá kl. 18:00 til 20:00, auk þess sem boðið verður upp á smakk og spjall í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar Kjörgarði frá 16:30 til 18:30 í dag, föstudaginn 25. nóvember, og aftur í Herrafataverzlun Kormáks Og Skjaldar Skólavörðustíg laugardaginn 26. nóvember frá kl. 15:30 til 17:00. Er þetta liður í 20 ára afmæli Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar, en sá stíll og hugmyndafræði sem kynntur er þar rímar sérlega vel við þau gildi sem Teeling viskí stendur fyrir.
Við hvetjum alla til að kíkja við, dreypa á og fræðast um þetta einstaka viskí.

-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag