Markaðurinn
Skoskt þema á 90 ára afmæli heildsölunnar John Lindsay – Myndir
Síðastliðinn föstudag var haldið upp á 90 ára afmæli heildsölunnar John Lindsay hf. í nýlegu húsnæði fyrirtækisins, að Klettagörðum 23. Um 250 manns, víða úr atvinnulífinu, mættu til að fagna áfanganum með starfsfólki Lindsay og fjölskyldum.
Fyrirtækið heitir eftir Skotanum John Lindsay sem stofnaði umboðsverslunina hér á landi árið 1926, eftir að hafa heillast af landi og þjóð. Hann notfærði sér viðskiptasamböndin á Bretlandi og byrjaði á því að flytja inn vörur sem hann taldi að vantaði á Íslandi, m.a. Thermos hitabrúsana.
Í boðinu var skoskt þema, þjónar klæddust skotapilsum og starfsfólk Lindsay skartaði bindum eða klútum með Lindsay mynstrinu. Þess má geta að Lindsay ættbálkurinn í Skotlandi er með sitt eigið tartan litamynstur sem má m.a. sjá á bindi Stefáns.
John Lindsay hf. hefur verið fjölskyldufyrirtæki í 50 ár, frá því að faðir Stefáns, Guðjón Hólm keypti það ásamt félögum sínum árið 1966. Í dag er það rekið af sonum Guðjóns og fjölskyldum.
Berglind Ósk Loftsdóttir, kokkur, galdraði fram dýrindis smáréttaveislu úr vörum Lindsay, meðal annars TORO púrrulaukshakkbollur, Vestlandslefsu með makríl, TORO Lofoten fiskisúpu með rækjum, Nando’s kjúklingaspjót, Royal búðinga-regnboga og fleira.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr boðinu eftir Spessa:
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024