Markaðurinn
Skoskt þema á 90 ára afmæli heildsölunnar John Lindsay – Myndir

Kristín María Kjartansdóttir, Ágústa Harðardóttir, Sara Magnúsdóttir og Helga Ragnheiður Ottósdóttir, stjórnarformaður John Lindsay hf.
Síðastliðinn föstudag var haldið upp á 90 ára afmæli heildsölunnar John Lindsay hf. í nýlegu húsnæði fyrirtækisins, að Klettagörðum 23. Um 250 manns, víða úr atvinnulífinu, mættu til að fagna áfanganum með starfsfólki Lindsay og fjölskyldum.
Fyrirtækið heitir eftir Skotanum John Lindsay sem stofnaði umboðsverslunina hér á landi árið 1926, eftir að hafa heillast af landi og þjóð. Hann notfærði sér viðskiptasamböndin á Bretlandi og byrjaði á því að flytja inn vörur sem hann taldi að vantaði á Íslandi, m.a. Thermos hitabrúsana.
Í boðinu var skoskt þema, þjónar klæddust skotapilsum og starfsfólk Lindsay skartaði bindum eða klútum með Lindsay mynstrinu. Þess má geta að Lindsay ættbálkurinn í Skotlandi er með sitt eigið tartan litamynstur sem má m.a. sjá á bindi Stefáns.
John Lindsay hf. hefur verið fjölskyldufyrirtæki í 50 ár, frá því að faðir Stefáns, Guðjón Hólm keypti það ásamt félögum sínum árið 1966. Í dag er það rekið af sonum Guðjóns og fjölskyldum.
Berglind Ósk Loftsdóttir, kokkur, galdraði fram dýrindis smáréttaveislu úr vörum Lindsay, meðal annars TORO púrrulaukshakkbollur, Vestlandslefsu með makríl, TORO Lofoten fiskisúpu með rækjum, Nando’s kjúklingaspjót, Royal búðinga-regnboga og fleira.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr boðinu eftir Spessa:

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri 23 auglýsingastofu og Alexander Svarfdal.

Snorri Stefánsson hdl., börn hans, Bríet Magnea og Styrkár Flóki, og Ragnar Jónasson yfirlögfræðingur hjá Gamma og rithöfundur

Anton Örn Hilmarsson, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Jóhann Birnir Guðmundsson, Stefán S. Guðjónsson og Alexander Svarfdal Guðmundsson

Bríet Magnea, Styrkár Flóki, Hólmfríður Helga og Helga Björk, barnabörn Stefáns, forstjóra John Lindsay
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays

















