Freisting
Nýtt á markaðnum Leigueldhús fyrir kokka
Eldunarlínan og uppvask í bakgrunni
Kalda eldhúsið
Kælar
Hver kannast ekki við það að hafa ekki aðstöðu til að sinna sínum þegar veisla poppar upp hjá kokkum þessa lands.
Fyrsta leigueldhús landsins
Nú hafa hjónin Brynjar Eymundsson og Elsa Guðmundsdóttir ákveðið að koma til móts við þessar þarfir kokka með fyrsta leigueldhúsi landsins.
Er það staðsett miðju vegu í Reykjavík á Dalbraut 1.
Vel tækjabúið veislueldhús
Um er að ræða lítið einkar snyrtilegt og vel tækjum búið eldhús með vinnustöðvum fyrir allt að fjóra starfsmenn. Þarna er hægt að mæta með hráefnið til veislunnar og byrja en innifalið í leiguverði er öll aðstaðan með tækjum, orku, öllum hreinlætisbúnaði, bökkum og áhöldum.
Einnig eru á staðnum krydd og hjálparefni eftir nánara samkomulagi.
Leiguverð
Líkja má þjónustunni við hótelherbergi eða bílaleigubíl sem allir hafa þekkingu á en mikið er samt lagt upp úr snyrtimennsku bæði við afhendingu og skilun, sem og hirðusemi og virðingu fyrir þeim verðmætum sem leigð eru.
Ekki er ráðlagt að leigja eldhúsið nema að stærð eða verð veislunnar gefi tilefni til og nefna má sem dæmi að frá 40 manna matarveislum á markaðsverðum og upp úr er þetta frábær kostur. Leigutími er hver dagur fyrir sig frá kl. 8.00 til sama tíma næsta dags. Ákveðið leiguverð er fyrsta daginn og lækkar svo næstu daga.
Leiguhugmyndin
Brynjar og Elsa þekkja þessa þörf vel þar sem margir gamlir viðskiptavinir banka upp með óskir sínar og þá er gott að hafa svona flotta aðstöðu en leiguhugmyndin er sprottin út frá því að fylla í stóran hluta ársins sem þau hugsa sér ekki að nýta.
Meðfylgjandi eru myndir af eldhúsinu en sjón er sögu ríkari og eru þau tilbúin að sýna verðandi leigutökum plássið eftir samkomulagi.
Netfangið er [email protected] og simar 8444077 eða 6991057
Eyjan
Skolvaskur
Myndir: Matthías Þórarinsson, matreiðslumeistari | [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var