Freisting
Madonna opnar aftur
Já veitingastaðurinn Madonna á Rauðarárstíg hefur aftur opnað dyr sínar fyrir viðskiptavinum, nýir rekstraraðilar hafa tekið við en það eru þeir Aðalsteinn Sigurðsson lærður hótelstjóri frá Bandaríkjunum og Kristinn Hannes Guðmundsson matreiðslumaður.
Er gengið er inn kemur maður inn í miðjanstaðinn beint á barinn og salarrými á hvora hlið, hann virkar mjög hlýlegur strax og gengið er inn.
Staðurinn gefur sig út fyrir ítalska og alþjóðlega matreiðslu.
Crew 1 var boðið að koma og smakka á nokkrum réttum af matseðlinum:
Matseðillinn var eftirfarandi:
Hvítlauksristaður humar með salati og gratíneruðu hvítlauksbrauði
Saltfisk brandad á maltbrauði
Pizza Madonna með nautahakki, bacon, lauk og Bearnaise sósu
Steiktur skötuselur með graslaukssósu ( Fiskur dagsins)
Piparsteik með gratineruðum kartöflum og piparsósu
Desertpizza með möndluflögum, bönunum, sýrópi, súkkulaðispæni og þeyttum rjóma
Blautur súkkulaðidraumur með vanilluís, þeyttum rjóma, berjum og súkkulaðisósu
Því miður átti eldhús staðarins afar slæman dag og virtist sem enginn faglegur metnaður væri til staðar og hver mistökin eltu hin fyrri.
Annað var upp á teninginn í salnum þar lék þjóninn við hvern sinn fingur og hálf dansaði á milli borða það gaman var hjá honum og ekki var leiðinlegt að hlusta á hann útskýra hin ýmsu atriði fyrir erlendu gestum staðarins og langaði manni helst að setjast út í horn með bensín á kantinum og fylgjast með.
Ef þeir ætla að lifa af þessu, þá þarf eldhúsið að hysja upp um sig brækurnar og koma sér á level við salinn, og er það ekki fjarrænn möguleiki.
Við hjá Freisting.is óskum þeim félögum til hamingju með opnunina, með von um að þetta séu bara byrjunarörðuleikar sem verði lagaðir skjótt.
Smellið hér til að skoða fleiri myndir af staðnum.
/ Formlega opnanir / Madonna
Myndir: Matthías
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu