Vertu memm

KM

Október fundur Klúbbs Matreiðslumeistara

Birting:

þann

Annar fundur vetrarins var heimsókn í ölgerðina til að skoða nýju aðstöðu þeirra og fá fróðleik um starfsemi þeirra.

Hófst fundurinn á því að bruggmeistari hússins Guðmundur Mar Magnússon hélt fyrirlestur um mismunandi tegundir af bjór og fengu menn að smakka á guðveigunum, svo kynnti Valur Valsson framkvæmdarstjóri Gnótt innviði ölgerðarinnar og höfðu menn gaman af að fá svona vel fram setta kynningu um starfsemina.

Síðan var farin skoðunaferð um fyrirtækið og bættist þá í hópinn Haukur Ragnarsson frá Gnótt og höfðu menn á orði að þetta hefðu þeir ekki vilja missa af.  Í lokin var þeim þökkuð fræðslan og afhentur fáni KM eins hefð hefur skapast fyrir þegar við heimsækjum fyrirtæki.

Næst var borðhald en þau Kata og Brynjar báru ábyrgð á matnum sem var Októberfest, hvað annað í ölgerð, með hamborgarhrygg, pylsum, kartöflumús, kartöflusalati, súrkáli sinnepi og alles sem prýða svona hlaðborð.  Var gerður góður rómur að matnum og eiga þau bestu þakkir skyldar fyrir það.

Þá kynnti Karl Viggó Vigfússon framkvæmdarstjóri landsliðsins hverjir væru í hópnum sem þegar hefur hafið æfingar vegna Lux 2010.

Svo kynnti Hrefna Rósa Sætran Ungkokka íslands og er þar að myndast góður kjarni fyrir framtíðarkeppendur.

Varð það samdóma álit flestra að þessi fundur hefði heppnast mjög vel og vonandi verður það til þess að menn verði virkari í KM.

Smellið hér til að skoða myndir frá fundinum.

>> Staðsetning myndasafn: / Meistararnir KM / Fundur 6 okt 2009

Text: Sverrir

Mynd: Guðjón

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið