Freisting
Ert þú að bjóða upp á eitraðan krækling?

Eðal kræklingur
Úr myndasafni
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Á þriðjudaginn 29. september 2009 klukkan 15°° verður fræðslufundur á vegum MAST en lagt verður áhersla á kræklingin og allt sem við kemur eiturþörungar og myndun þörungaeiturs í kræklingi. Sá möguleiki er fyrir hendi að boðinn sé fram kræklingur á veitingahúsum sem getur haft mjög skaðleg áhrif á heilsu fólks.
Markmið fundarins er að vekja athygli þessara aðila á að bera fram krækling frá áreiðanlegum aðilum sem fengið hafa rétta leyfisveitingu, þ.e.a.s. tryggt hefur verið að sá kræklingur hafi ekki verið á eiturþörungasvæðum þegar hann var tekinn upp.
Miðað við þær mælingar sem liggja fyrir hafa eiturþörungar á algengum skelfisksvæðum verið vel yfir viðmiðunarmörkum yfir sumarmánuðina.
Hér að neðan ber að líta fundarboðið í heild sinni:
Fræðslufundir MAST hefja göngu sína að nýju þriðjudaginn 29. september 2009 kl. 15:00 – 16:00 þegar eiturþörungar og myndun þörungaeiturs í kræklingi verða til umfjöllunar. Á fundinum verður farið yfir tegundir eiturþörunga við Ísland, myndun þörungaeiturs í kræklingi og áhrif á heilsu, eftirlit með þörungaeitri og leyfisveitingar.
Stærsti áhættuþátturinn við neyslu kræklings og annars skelfisks er þörungaeitur. Kræklingur tekur til sín fæðu, s.s. svifþörunga með síun úr sjónum en af þeim þúsundum tegunda svifþörunga sem þekktir eru í sjó geta nokkrar tegundir valdið eitrun í skelfiski sem er hættuleg neytendum.
Neysla kræklings getur verið varasöm ef ekki væri haft eftirlit með veiði- og ræktunarsvæðum og framleiðslu hans. Eftirlitið felst í könnun á heilnæmi kræklings með tilliti til mengunarefna, örvera og þörungaeiturs. Síðan 2005 hefur MAST vaktað nokkur hafsvæði m.t.t. eitraðra svifþörunga í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina. Sýnt hefur verið fram á samband milli eiturþörunga í sjó og magns eiturs í skelfisknum og greindust eiturþörungar t.a.m. yfir viðmiðunarmörkum í Hvalfirði, Breiðafirði og Eyjafirði á vissum tímabilum sl. sumar.
Fyrirlesarar:
-
Hafsteinn Guðfinnsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
-
Þór Gunnarsson, sérfræðingur hjá Matvælastofnun
-
Dóra S. Gunnarsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Fundirnir verða áfram á sínum stað síðasta þriðjudag hvers mánaðar frá kl. 15-16 yfir vetrartímann og auglýstir á vef Matvælastofnunar.
Allir velkomnir!
Heimasíða MAST: www.mast.is
Mynd: Smári Valtýr Sæbjörnsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





