Freisting
Til Kazastan með FH
Ég var staddur á Kirkjubæjarklaustri þegar Pétur Stepensen framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar FH hringdi í mig og sagði að þeir hefðu dregist á móti liði frá Aktobe í Kazastan í meistaradeildinni í knattspyrnu. Pétur sagði mér að læknir liðsins krefðist þess að matreiðslumaður yrði með í ferðinni til Kazakstan. Geturðu komið með? spurði Pétur. Ég sagði líkt og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni: Já sæll leyfðu mér að hugsa . JÁ!.
Þegar leið á samtalið kom í ljós að taka þyrfti allar matar- og drykkjarvörur með í ferðina og þá meina ég allt. Ferðaplanið var á þessa leið: Flogið út til Köben á mánudegi, áætlaður ferðatími þrjár klukkustundir. Gist í eina nótt á Hilton hóteli á Kastrup flugvelli. Síðan yrði flogið til Riga í Lettlandi til að taka bensín (ekki Diet Coke) og þaðan flogið til Akotobe í norðvestur Kazakstan. Áætlaður var ferðatími var sjö og hálf klukkustund.
Sem sagt spennandi verkefni, reyndar alveg égreddaþví.is. Ég bað reyndar Pétur um að fá að hugsa málið til morguns. Því að ég átti eftir að selja henni Bryndísi minni hugmyndina. Að fara til Kazakstan væri örugglega once in a lifetime og tækifæri sem byðist 100% ekki aftur. Maður myndi aldrei segja við fjölskylduna: Eigum við ekki að skreppa til Kazakstan í tvo daga? Ég var reyndar viss um að Bryndís mín myndi veita mér ferðaleyfi. Þegar ég kom heim var hún að horfa á kvöldfréttirnar á Stöð 2 og Höddi Magg las: FH-ingar drógust á móti liði frá Kazakstan í meistardeildinni. Þeir taka með sér kokk: Ertu að fara til Kazakstan, spurði Bryndís? Við tók skipulagning og undirbúningur fyrir ferðina og vil ég þakka Matfugli og Ferskum afurðum sérstaklega fyrir veitta aðstoð við öflun á hráefni.
Mánudagurinn 20. júlí 2009 kl: 10:15.
Farið með Hópferðum frá Kaplakrika. Hópurinn taldi 26 manns. Meðferðis var mikill farangur, meðal annars 200 lítrar af vatni, 3 stórar matarkistur ( 120 lítra hver ), 2 kælikistur (50 lítra hvor), 5 kælibox ( 20 lítra hvert ).
Vel gekk að innrita hópinn í flugið með Icelandair – nánast tómur skúr. Rækjusamloka, kaffi og vatn í teríunni, sama traffíkin þar; ekki rassgat að gera. Crossant með skinku og osti og kaffi í þotunni. Ég reyndi að taka mynd af herlegheitunum a la Sverrir Halldórs en plássið í sætinu og bumban leyfði það ekki. Í flughöfnin fjárfesti ég í eintaki af bókinni Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing.
Eftir þriggja tíma flug var tékkað sig inn á Hilton Hótel á Kastrup. Staðsetningin á hótelinu er mjög góð fyrir hóp með mikinn farangur því innangengt er úr flugstöðinni á hótelið. Vistum komið fyrir í kæli.
Flottar græjur í Hilton Kastrup
Kvöldverður kl: 19:30
Þarna lærði ég nýja aðferð við að afgreiða hópa. Boðið var upp á kjúklingabringu og ís. Eftir 20 mínútna bið komu þjónarnir loksins með kjúklingabringu með snyrtu vængbeini og sýnishorni af grænmeti auk rjómasteinseljusósu. Þegar hópurinn var langt kominn með kjúllan komu þjónarnir með soðin hrísgrjón sem áttu að vera með kjúllanum. Hrísgrjónin voru borin fram í súpudisk, einn á hvert borð.
Síðan var komið með soðnar smáar kartöflur, einnig bornar fram á súpudiski. Mikið var gott að fá sósuna til að hafa með vængbeininu. Þegar menn voru búnir með bringuna þá var komið með spínatsalat sem fáir þáðu. Það var að sjálfsögðu ekki boðin ábót.
Eftirrétturinn samanstóð af þrem litlum ískúlum og ¼ jarðarberi. Sturta og síðan beint í koju því að haldið skyldi snemma af stað í austur.
Já þeir kunna ýmislegt á Hilton
Það var Ingvar Guðmundsson á Salatbarnum sem tók saman þessa ferðasögu.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó