Vertu memm

Freisting

Knattspyrnumót veitingasta í Kaupmannahöfn

Birting:

þann


Daniel Burns

Þann 14. júni síðastliðinn var haldið árlegt knattspyrnumót veitingasta í Kaupmannahöfn og nágrenni.

 

Það er Daniel Burns fyrrverandi Pastry chef á Noma sem á veg og vanda af þessu móti en það er haldið til að safna fé fyrir Action against hunger samtökin.

 

Leikið var fimm á móti fimm, tuttugu mínútur í senn, á sólríkum sunnudegi í Valby almenningsgarðinum í Kaupmannahöfn. Flestir tóku þessu létt enda í slæmu fótbolta formi og stirðir eftir 50-60 tíma vinnuviku.

 

Ánægjulegt var að sjá að liðafjöldi hafði tvöfaldast frá því árið áður og komu tvö lið frá nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð og eitt liðið FC foodies var skipað matarbloggurum og blaðamönnum.

 

 

 

Eftirtalin lið tóku þátt í ár:

 

1.Mielcke og Hurtigkarl
2. Kong Hans
3. Noma
4. Munkebo Kro
5. FC Foodies
6. Chez Dominique (
Finland)
7. Bloom (Svíþjóð)
8. Nimb
9. Geranium
10. The Paul
11. Søllerød Kro
12. Cofoco

Auglýsingapláss

Eftir leikina var að sjálfsögðu sest niður í grillmat og öl, farið yfir stöðu mála og aumir leggirnir nuddaðir.

Action against hunger samtökin eru alþjóðleg og óháð hjálparsamtök sem starfa í 26 löndum. Árlega þiggja um 4 milljónir manna hjálp frá samtökunum sem eru með um 6000 manns á sínum snærum í S-Ameríku, Afríku og Asíu.

Meðfylgjandi myndir eru frá mótinu.


Fremstur á mynd: Rasmus Kofoed hjá Geranium

/Ragnar Eiríksson skrifar frá Danmörku

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið