Uncategorized
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni
Allsherjarnefnd Alþingis hefur afgreitt til annarrar umræðu þingmannafrumvarp sem gerir ráð fyrir því, að afnema einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi sem er 22% eða minna að styrkleika. Frumvarpið er á dagskrá þingfundar í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en 13 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur þrisvar áður verið lagt fram á Alþingi.
Í áliti allsherjarnefndar segir, að nefndin telji eðlilegt að sala á vörum og þjónustu sé á hendi einkaaðila en ekki opinberra aðila. Nefndin telji rétt að færa sölu á áfengi í þann farveg og líti svo á að með frumvarpinu sé stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkist í verslunum víða í nágrannalöndum. Í þessu sambandi bendir nefndin jafnframt á að á landsbyggðinni sé áfengi víða selt í almennum verslunum án nokkurra vandkvæða.
Greint frá á Mbl.is
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði