Freisting
George Michael átti að lenda á Turninum í Kópavogi
Ein stórkostlegasta veisla Íslandssögunnar hafði verið skipulögð við opnun veitingastaðarins í Turninum í Smáralind áramótin 2007 til 2008.
Áformað var að heimsfrægi popparinn George Michael myndi lenda á þaki turnsins í þyrlu og birtast veislugestum öllum að óvörum. Hann átti að syngja eitt lag og fljúga svo út í nýársnóttina.
Þegar ráðist var í að skipuleggja veitingastaðinn Nítjándu, sem er á tveimur efstu hæðum turnsins á Smáratorgi var góðærið í hámarki. Til stóð að opna staðinn að kvöldi 31. desember 2007. Uppselt var í partýið löngu áður en áramótin gengu í garð, enda ætlaði þorrinn af elítu Íslands að láta sjá sig í gleðskapnum. Þegar til kastanna kom var svo ekki hægt að halda partýið sem beðið var eftir, vegna þess að gluggakerfi fyrir efstu hæðirnar kom ekki til landsins í tæka tíð. Síðar átti svo meira eftir að ganga á og þannig kom meðal annars upp bruni í turninum í apríl og að lokum var veitingastaðurinn ekki opnaður fyrr en 22. maí. Opnunarteitið var veglegt, þó að heldur hafi verið farið að síga á ógæfuhliðina í íslensku fjármálalífi. Um þrjúhundruð manns voru í opnunarveislunni og nutu veitinga og útsýnis af bestu gerð.
Partýið 22.maí var samt ekkert í líkingu við það sem til stóð í upphafi, sem sennilega hefði komist nálægt því að toppa allt bruðlið á Íslandi og er þó af nógu að taka.
Lesa má um teitið sem aldrei varð í helgarblaði DV sem komið er út.
Greint frá á Dv.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?