Vertu memm

Freisting

Best -West tour 2009

Birting:

þann


Sigurður og Guðmundur Helgasyni

Morgunmatur tekinn snemma, glæsilegt hlaðborð með heimalöguðu áleggi og sultum, auk hins hefðsbundna og rann það vel niður, herbergið tæmt og greitt fyrir og sest út í bíl, þar kynnti flugstjórinn fyrir mér að bifreið hans væri með loftkælingu og ég gæti stillt hitastigið í mínu sæti óháð hvað hann væri með hjá sér, ég stillti á 21 gráðu og var alveg alsæll.

Fyrsti viðkomustaður dagsins var Drangsnes, lítið um að vera og ferð haldið áfram, næst var það Djúpavík og kíktum við inn á hótelið þar, (www.djupavik.com ) áttu þau von á 60 manns í kjötsúpu þannig að Siggi spyr hvort við gætum keypt 2 súpur, svarið var stutt og laggott nei það væri bara til súpa fyrir hópinn, og engin tilraun gerð til að bjóða okkur eitthvað annað, segir þá Siggi að við færum bara út á Norðurfjörð og kæmum kannski við í bakaleiðinni og kveður það við í kellu, já ef það er afgangur af súpunni getið þið fengið að kaupa súpu að svo búnu kvöddum við og héldum út og hrökk þá upp úr mér, frekar læt ég senda okkur súpu með þyrlu heldur en að eyða mínum peningum á þessum bæ.

Komum til Norðurfjarðar og litumst um 2 götur eða svo og er við sáum skiltið á Kaffi Norðurfjörður ( www.nordurfjordur.is ) ljómuðu við af ánægju og vonuðum að hér myndi ganga betur en á Djúpuvík, inn og okkur tilkynnt að von væri á 30 manna hópi í hvað haldið þið já kjötsúpu en ekki til auka súpa fyrir 2 ferðalanga, en strákurinn sem þjónaði bauð strax hvort við vildum eitthvað annað og fengum við borð og matseðill ég pantaði mér kótilettur með Bearnaise og Siggi flatkökur með hangikjöti og var það sem skemmtiatriði þegar staffið serveraði súpuna, svo flott var það gert á nyrsta veitingastað landsins, þökkuðum fyrir og héldu áfram.

Nú var ekið til baka en stokkið yfir einhvern háls þannig að við losnuðum við Drangnes og héldu upp á  Steingrímsfjarðarheiði og yfir í djúpið og þar var næsti stoppistaður Hótel Reykjanes ( www.rnes.is ), þar stoppuðum við stutt því staffið hafði meiri áhuga að vera í sólbaði en að þjóna ferðalöngum.

Næsta stopp var Heydalur ( www.heydalur.is ), en þar hefur hlöðunni á bænum verið breytt í veitingastað og vorum við félagarnir sammála um að vel hefði tekist til, og eftir að hafa barið salinn með augunum og spurt spurninga var haldið áfram og skyldi næst stoppað á Ísafirði og eftir stutt stopp var lagt í síðasta spöl dagsins en það var að Hótel Núpi í Dýrafirði ( www.hotelnupur.is ) en þar skyldi áð.

Var vel tekið á móti okkur af vertunum þeim Sigurði og Guðmundi Helgasonum, mín fyrsta spurning var hvort væri nokkuð von á hóp í kjötsúpu og kváðu þeir svo ekki vera, en að það væri von á stórum hópi í gistingu.

Við vorum orðnir svangir þannig að við settumst til borðs og það sem við fengum var:

Grafið geitarkjöt með bláberjasósu

#

Heitreyktur þorskhnakki á kartöflumauki með graslaukssósu

#

Rabbabarabaka með þeyttum rjóma

Að sjálfsögðu var bensín á kantinum.

Maturinn var alveg frábær og þjónustan einnig og augljóst að þeir bræður eru að gera góða hluti að Núpi.

Auglýsingapláss

Farið í koju eftir langan og strangan dag.

/Sverrir

Fleira tengt efni:

 – Fyrsti hluti

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið