Vertu memm

KM

Myndasafn: Hörðustu steikarmenn ánægðir

Birting:

þann

Byrjað var um hálfsex leytið innfrá hjá þeim í Bönunum, en eins og flestir vita þá eru þeir einn af Gullstyrktaraðilum KM.  Buðu þeir upp á grænmeti og ávexti í margskonar útgáfum og að sjálfsögðu var fljótand með.

Síðan fóru menn í hópum og skoðuðu vöruúrvalið í kælunum og gátu spurt starfsmenn á staðnum ef eitthvað lá mönnum á hjarta, síðan var safnast saman í mötuneyti þeirra Bananamanna en þar hélt forstjórinn Kjartan Már Friðsteinsson fyrirlestur um innflutning á grænmeti hér áður fyrr og til dagsins í dag og verður að segjast að það var ansi áhugavert.

Þá var kominn tími til að halda upp í Hæðarsmára og beið rúta fyrir utan fyrir þá sem vildu.  Þegar þangað var komið var fundurinn settur og fyrsta mál eftir lestur fundargerðar síðasta fundar var að skrifa undir styrktarsamning við Banana og er um framlengingu á fyrri samningi og þegar það var yfirstaðið bauð forseti til matar en hann var lagaður af Steini Óskari Sigurðsyni og hans fólki og bauð hann upp á alveg stórglæsilegt hlaðborð og heyrði maður hörðustu steikarmenn muldra  með sjálfum sér “þetta er bara fjandi gott “ og var það sannleikanum samkvæmt.

Eftir matinn hélt dagskráin áfram og fyrstur var Evert Viglundsson Þjónn og einkaþjálfari með pistil um samspil matar og hreyfingar frá áhugaverðu sjónarhorni, næstur var Jóhannes Steinn Jóhannsson sem sagði frá för sinni til Dublin þar sem hann tók þátt í undanúrslitum norður evrópu hluta Global Chefs Challenge keppninnar þar sem hann náði þriðja sætinu.  Síðan kynnti Steinn Óskar hugmyndafræðin á bak við Mann Lifandi og fórst það vel úr hendi, að lokum var Lárus Loftsson með kynningu á NKF þinginu sem haldið verður í maí hér á Íslandi.

Bananamenn eiga þakkir skyldar fyrir höfðingjalegar móttökur og sama má segja um þá í Manni lifandi en þeir stóðu vel fyrir sínu og held ég að allir hafi farið sáttir frá borði þetta kvöld.

Með þessu fylgja myndir teknar af Guðjóni Steinsyni Klúbbfélaga.

Smellið hér til að skoða myndasafn.
Meistararnir KM / Fundur 3 Mars 2009

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið