Vertu memm

KM

Marel Food Systems styrkir íslenska kokkalandsliðið

Birting:

þann

Marel Food Systems verður styrktaraðili íslenska kokkalandsliðsins næstu þrjú árin og mun leggja liðinu til styrk að upphæð kr. 1.000.000 á hverju ári samningstímans. 

Styrknum verður varið til undirbúnings matreiðslukeppna hérlendis sem erlendis, þar með töldu Ólympíumóti matreiðslumanna í Erfurt í Þýsklandi sem fram fer 19.-22. október næstkomandi.  Samstarfssamningur Marel Food Systems við Klúbb matreiðslumeistara tók gildi þann 15. maí s.l. 

Hinn árlegi styrkur greiðist í formi peningastyrks að upphæð kr. 300.000, hönnunartíma hjá grafískum hönnuði að verðmæti kr. 300.000, prentun á kynningarefni að verðmæti kr. 250.000, og 40 tíma í ryðfrírri smiðju að verðmæti kr. 150.000 sem m.a. verður varið til hönnunar á keppnisborði landsliðsins á Ólympíumótinu í október.

Á móti kemur að Klúbbur matreiðslumeistara mun aðstoða Marel Food Systems við vöruþróun, kynningar, uppskriftir og auglýsingar.  M.a. mun Klúbburinn taka þátt í undirbúning og skipulagningu vegna tveggja viðburða á árinu sem haldnir verða í húsakynnum Marel.  Þá mun Klúbburinn halda nafni og vörumerki Marel á lofti í keppnum sem og hverskyns kynningum sem hann er aðili að.

Samstarfssamningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Marel Food Systems í Garðabæ þann 13. maí s.l.  Stella Björg Kristinsdóttir undirritaði hann fyrir hönd Marel og Alfreð Ómar Alfreðsson, nýkjörinn forseti Klúbbs matreiðslumeistara, fyrir hönd Klúbbsins.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið