KM
Marel Food Systems styrkir íslenska kokkalandsliðið
Marel Food Systems verður styrktaraðili íslenska kokkalandsliðsins næstu þrjú árin og mun leggja liðinu til styrk að upphæð kr. 1.000.000 á hverju ári samningstímans.
Styrknum verður varið til undirbúnings matreiðslukeppna hérlendis sem erlendis, þar með töldu Ólympíumóti matreiðslumanna í Erfurt í Þýsklandi sem fram fer 19.-22. október næstkomandi. Samstarfssamningur Marel Food Systems við Klúbb matreiðslumeistara tók gildi þann 15. maí s.l.
Hinn árlegi styrkur greiðist í formi peningastyrks að upphæð kr. 300.000, hönnunartíma hjá grafískum hönnuði að verðmæti kr. 300.000, prentun á kynningarefni að verðmæti kr. 250.000, og 40 tíma í ryðfrírri smiðju að verðmæti kr. 150.000 sem m.a. verður varið til hönnunar á keppnisborði landsliðsins á Ólympíumótinu í október.
Á móti kemur að Klúbbur matreiðslumeistara mun aðstoða Marel Food Systems við vöruþróun, kynningar, uppskriftir og auglýsingar. M.a. mun Klúbburinn taka þátt í undirbúning og skipulagningu vegna tveggja viðburða á árinu sem haldnir verða í húsakynnum Marel. Þá mun Klúbburinn halda nafni og vörumerki Marel á lofti í keppnum sem og hverskyns kynningum sem hann er aðili að.
Samstarfssamningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Marel Food Systems í Garðabæ þann 13. maí s.l. Stella Björg Kristinsdóttir undirritaði hann fyrir hönd Marel og Alfreð Ómar Alfreðsson, nýkjörinn forseti Klúbbs matreiðslumeistara, fyrir hönd Klúbbsins.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?