Vertu memm

Freisting

Þar sem sérhannaðar íslenskar matvörur líta dagsins ljós

Birting:

þann

Síðastliðnar 7 vikur hafa nemendur vöruhönnunardeildar LHÍ unnið hörðum höndum að því að sérhanna nýjar íslenskar matvörur í samvinnu við samstarfsbændur sína.

Nemendur hafa framleitt takmarkað upplag af þessum sérhönnuðu matvörum og gefst almenningi nú tækifæri á því að kynnast, bragða og versla þessar einstöku afurðir laugardaginn 15. mars. Athugið að markaðurinn er aðeins opinn þennan eina dag.

Stefnumót hönnuða og bænda er frumkvöðlastarf og á sér enga fyrirmynd annars staðar í heiminum. Markmið samstarfsins er að styrkja samkeppnisstöðu íslensk landbúnaðar með því að skapa nýjar íslenskar matvörur sem byggja á sérstöðu og rekjanleika.

Matarmarkaðurinn verður haldinn á morgun, laugardaginn 15. mars í Grandagarða 8, frá kl. 14.00 – 17.00
 
Á meðfylgjandi myndum má sjá einn hóp nemanda æfa sig í umsjá Friðriks V. í nýju og glæsilegu æfingar- og kennslueldhúsi hjá Fastus Síðumúla 16. ( www.fastus.is )

Myndir: Fastus.is | [email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið