Freisting
Grunur um mansal við Vesturgötuna
MATVÍS hefur haft mál tveggja af fimm kínverskum kokkum á veitingastaðnum The Great Wall til skoðunar en talið er að Kínverjarnir hafi ekki fengið greidd laun samkvæmt kjarasamningum.
MATVÍS, Matvæla- og veitingafélag Íslands, hefur tekið tvo Kínverja af fimm, sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu 6-8 í Reykjavík, undir sinn verndarvæng, útvegað þeim atvinnu og húsnæði en talið er að þeir hafi ekki fengið greitt samkvæmt kjarasamningum og verið látnir búa í risi fyrir ofan veitingastaðinn í trássi við reglur.
Grunur leikur á að mansal hafi tengst staðnum og hótanir verið notaðar til að þagga niður í fólki.
Níels S. Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir fimm kínverska matreiðslumenn í fyrra. Gögn um menntun hafi verið í samræmi við kröfur en síðan hafi heyrst að ekki hafi verið greitt samkvæmt samningum.
Við fórum með túlki á staðinn og gerðum grein fyrir réttarstöðu fólks og létum þýða fyrir okkur launaseðla á kínversku til að sýna. Tveir af þeim sem þarna voru fóru þá að tala við okkur en annars þorði fólkið ekkert að segja. Við ræddum líka við eigendur og framkvæmdastjóra og gerðum þeim grein fyrir leikreglunum og sögðum að launin ættu að fara inn á banka en þeir þóttust hafa borgað fólkinu í peningum,“ segir hann.
Níels óttast að Kínverjarnir hafi komið til Íslands í gegnum mansal, þau hafi borgað fyrir að fá að koma til landsins og þurfi að borga tíund af launum sínum því annars sé haft í hótunum við fólkið. Þau eiga fjölskyldur heima í Kína og þora varla að hreyfa sig af ótta við að eitthvað komi fyrir,“ segir Níels og telur hugsanlegt að fyrirtækið, eða milligöngumaður, fái allt upp í 10 milljónir fyrir kokkana fimm auk fastagjalds af launum þeirra.
Yngvi Helgason er nýtekinn við framkvæmdastjórastarfi á The Great Wall en móðir hans, Helga Halldórsdóttir, keypti nýverið hlut í staðnum. Yngvi segir að tveir Kínverjar sem hafi rekið staðinn áður hafi farið af landi brott eftir að móðir hans keypti. Þau viti ekkert um fyrri mál staðarins.
Níels segir að Matvís hafi samið við fyrri stjórnendur um að greiða 50-100 þúsund krónur á mánuði á hvorn mann og setjast svo yfir málið í apríl. Vinnumálastofnun og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa fylgst með málinu. Útlendingadeild lögreglunnar fékk vitneskju um mál Kínverjanna í haust en ekki gögn um meint mansal fyrr en í vikunni enda er grunur um það nýkominn upp.
Frá þessi er greint frá í Fréttablaðinu
Mynd: Freisting.is | [email protected]
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu