KM
Myndir frá marsfundi Klúbbs matreiðslumeistara
Haldinn var fundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara þriðjudaginn 4. mars s.l. í nýju og glæsilegu húsnæði Ekrunnar að Klettagörðum 19.
Byrjað var á skoðunarferð um húsnæði Ekrunnar og boðið var upp á croustini, ólífur og fordrykk. Því næst kynnti Ítalski matreiðslusnillingurinn Tomasso Ruggieri (Sjá starfsferilsskrá hans hér) matseðil kvöldsins og er hann sem hér segir:
Forréttur
Hunangsmarineraður lax og kartöflukaka fyllt með hálfsólþurrkuðum tómötum og pistasíum
Hvítvín: Aternum
Pastaréttur
Fettuchini pasta með porcini sveppum, rjómaosti og svörtu trufflukremi.
Hvítvín: Aternum
Aðalréttur
Svínalundir í tómatsósu með ólífum og risotto með kirsuberjatómötum og ferskum parmesanosti.
Rauðvín: Kudos
Eftirréttur
Panna cotta og Tiramisu
Kaffi
KM meðlimir gengu á fund og var fundarefni m.a.:
- Skýrsla frá NKF stjórnarfundi
- Matreiðslumaður ársins 2008
- Stjórnarkjör á aðalfundi
- Æfingaplan landsliðsins
- Ungkokkar Íslands
- Önnur mál og margt fleira
Eftir fundinn var kvöldverðurinn undir leiðsögn Tomasso Ruggieri og var allt í boði Ekrunnar, glæsilegt framtak.
Smellið hér til að skoða myndir frá fundinum.
Ljósmyndir tók Guðjón Þór Steinsson | Texti: Smári Valtýr Sæbjörnsson
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var