Freisting
Fær aðgang að gögnum um verðkönnun á veitingahúsum
Úrskurðanefnd um upplýsingamál hefur kveðið upp þann úrskurð að Neytendastofu beri að veita Láru Ómarsdóttur, fréttamanni, aðgang að tölvuskrá sem inniheldur lista yfir þau veitingahús sem verðkönnun Neytendastofu beindist að í ágúst.
Hefur Lára fengið gögnin í hendur.
Á listanum var auk nafna á veitingahúsum, sem voru tekin til athugunar, verð tiltekinna rétta á matseðlum þeirra í febrúar, mars og ágúst 2007 og útreikningur verðbreytinga milli nefndra mánaða í prósentuhlutföllum.
Úrskurðanefnd upplýsingamála telur að skjalið sé sjálfstætt skjal í stjórnsýslumáli hjá Neytendastofu og falli því undir ákvæði upplýsingalaga. Úrskurðanefndin féllst ekki á rök Neytendastofu að hér væri um að ræða innanhúss vinnuskjal sem væri undanþegið upplýsingarétti.
Nefndin byggir úrskurð sinn á því að óheimilt er að synja um aðgang að skjalinu þar sem að það inniheldur hvoru tveggja upplýsingar um endanlega niðurstöðu málsins hjá Neytendastofu og upplýsinga sem ekki verði aflað annars staðar frá, sbr. síðari málsl. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en frá þessu greinir Mbl.is
Úrskurðinn í heild má lesa hér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var