Freisting
Matvælaverð í heiminum hækkar
Samkvæmt skýrslu sem kom út í dag frá International Food Policy Research Institute í Washington, mun verð á matvælum hækka í nánustu framtíð.
Í frétt CNN um skýrsluna er fjallað um spá stofnunarinnar um að matvælaverð muni hækka vegna loftslagsbreytinga og aukinnar neyslu risaþjóða eins og Kína og Indlands. Hækkunin mun samkvæmt spánni hafa mikil neikvæð áhrif á aðgengi fátækustu íbúa jarðarinnar að mat og fátæk jarðyrkjusamfélög sem eru einna viðkvæmust fyrir breytingum á umhverfinu munu verða illa úti. Landbúnaðarframleiðsla jarðar mun minnka um 16% fram til ársins 2020 vegna loftslagsbreytinga og hveitiframleiðsla gæti jafnvel horfið að fullu á afríska meginlandinu.
Í skýrslunni kemur einnig fram að aukin eftirspurn eftir unnum mat og dýrum kjöt- og mjólkurvörum gæti orðið til þess að hækka verð á þessum vörum. Stofnunin leggur til að viðskiptahindranir á matvælum verði afnumdar, sérstaklega í þróunarlöndum, til þess að smábændur haldist á floti.
Verði af þeirri þróun sem skýrslan spáir fyrir um er ekki vitað hvort hún hefði áhrif á matvælaverð á Íslandi, en þetta er greint frá á fréttasíðunni Dv.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s