Freisting
Matvælaverð í heiminum hækkar

Samkvæmt skýrslu sem kom út í dag frá International Food Policy Research Institute í Washington, mun verð á matvælum hækka í nánustu framtíð.
Í frétt CNN um skýrsluna er fjallað um spá stofnunarinnar um að matvælaverð muni hækka vegna loftslagsbreytinga og aukinnar neyslu risaþjóða eins og Kína og Indlands. Hækkunin mun samkvæmt spánni hafa mikil neikvæð áhrif á aðgengi fátækustu íbúa jarðarinnar að mat og fátæk jarðyrkjusamfélög sem eru einna viðkvæmust fyrir breytingum á umhverfinu munu verða illa úti. Landbúnaðarframleiðsla jarðar mun minnka um 16% fram til ársins 2020 vegna loftslagsbreytinga og hveitiframleiðsla gæti jafnvel horfið að fullu á afríska meginlandinu.
Í skýrslunni kemur einnig fram að aukin eftirspurn eftir unnum mat og dýrum kjöt- og mjólkurvörum gæti orðið til þess að hækka verð á þessum vörum. Stofnunin leggur til að viðskiptahindranir á matvælum verði afnumdar, sérstaklega í þróunarlöndum, til þess að smábændur haldist á floti.
Verði af þeirri þróun sem skýrslan spáir fyrir um er ekki vitað hvort hún hefði áhrif á matvælaverð á Íslandi, en þetta er greint frá á fréttasíðunni Dv.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu





