Freisting
Íslendingar sigursælir
Kaffihúsið Laundromat Café sigraði í sínum flokki í vinsældakosningunni Byens bedste. Dóra Takefusa og Dóra Dúna Sighvatsdóttir náðu ekki sigri í flokki menningarlegra frumkvöðla en fóru samt sem áður heim með verðlaun.
Við erum náttúrulega voðalega glaðir, drengirnir,“ sagði Friðrik Weisshappel, einn eigenda Laundromat Café, í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þeir unnu fyrir besta dögurðinn. Við unnum með glæsibrag,“ sagði Friðrik, en Laundromat skaut til dæmis hinu þekkta kaffihúsi Café Europa við Strikið ref fyrir rass.
Friðrik hafði upphaflega ætlað sér að bjóða starfsfólki sínu á verðlaunaafhendinguna sem fram fór á laugardagskvöldið. Það var bara ekki hægt að fá miða, það var allt uppselt,“ sagði Friðrik hlæjandi. Hann fékk því ekki fréttir af niðurstöðum fyrr en á sunnudagsmorgni. Dagurinn hófst á því að skála í kampavíni með starfsfólki á báðum stöðunum okkar, og ég dreifði barmmerkjum sem ég var búinn að gera, ég var svo sigurviss. Á þeim stendur Byens bedste brunch – winner,“ segir Friðrik og hlær við.
Súrrealískt kvöld
Dóra Dúna Sighvatsdóttir og Dóra Takefusa voru tilnefndar í flokki menningarlegra frumkvöðla, en hlutu ekki titilinn eftirsótta. Við bjuggumst nú alveg við því,“ sagði Dóra Takefusa, en hún og Dóra Dúna voru viðstaddar afhendinguna.
Kosið er í 40 flokkum, en að sögn Dóru eru bara veitt eiginleg verðlaun í tólf þeirra. Síðasti flokkurinn var Besti klúbburinn, þar sem klúbburinn Vega vann,“ útskýrir Dóra. Þau fóru upp á svið að taka við verðlaunum, og svo förum við allt í einu að heyra orðið Jolene aftur og aftur. Við skiljum ekki dönsku og vissum ekkert hvað var að gerast, en það fóru allir að klappa og flauta. Það kom svo í ljós að þeir vildu gefa okkur verðlaunin,“ sagði Dóra hlæjandi, en hún kvaðst enn ekki hafa áttað sig almennilega.
Þeir sögðu að við værum the coolest club in town“ og að þeir elskuðu staðinn,“ bætti Dóra við. Eftir tilraun til að skila verðlaunagripnum fóru nöfnurnar bara með hann heim. Þau vildu ekki taka við honum aftur. Þetta var mjög súrrealískt og skemmtilegt kvöld,“ sagði Dóra hlæjandi.
Jolene, bar Dóru og Dóru Dúnu, hefur nú verið lokað í bili, þar til að hann flytur sig um sess. Enn er ekki vitað hvert það verður.
Það var Fréttablaðið sem greindi frá
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu