Uncategorized
Enskur pöbb í Austurstræti
Þetta er eitthvað sem hefur vantað hérna niðri í bæ,“ segir Arnar Þór Gíslason veitingamaður sem opnar enskan pöbb í Austurstræti á morgun fimmtudaginn 29 nóvember.
Barinn verður til húsa í Austurstræti 12, þar sem Deco var áður, og kallast einfaldlega Enski barinn, The English Pub.
Þetta er alvöru enskur pöbb með teppi á gólfunum eins og fólk ætti að þekkja að utan,“ segir Arnar þegar hann er beðinn að lýsa staðnum. Arnar segir að staðurinn ætti að henta vel fyrir þá sem vilja kíkja við eftir vinnu til að fá sér eina kalda ölkrús. Þá muni einnig verða mikið lagt upp úr góðri stemningu yfir fótboltaleikjum.
Guinness-bjórinn verður að sjálfsögðu í hávegum hafður á enska pöbbnum en Arnar lofar einnig fjölda annarra tegunda, sem og glæsilegu úrvali af viskí. Á miðjum barnum verður svo lukkuhjól sem gestir staðarins geta spreytt sig á. Fólk borgar þúsundkall fyrir að snúa hjólinu og getur unnið allt frá einu skoti og upp í tuttugu bjóra,“ segir Arnar sem hyggst einnig selja fólk bjór í metratali: Já, fólk getur keypt sér metra af bjór. Það eru tíu litlir bjórar á einum planka. Það er hugmynd sem við fengum frá Berlín og skapar alltaf mikla stemningu.“, en frá þessu er greint frá á Fréttablaðinu.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan