Freisting
Bjarni Gunnar Kristinsson í Cercle des Chefs

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður á Radisson SAS Hótel Sögu, Alfreð Alfreðsson frá GV Heildverslun, umboðsaðila Valrhona á Íslandi og Olivia Dollé frá Varhona.
Í haust varð Bjarni Gunnar yfirmatreiðslumaður Radissonsas Hótel Sögu þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrstur Norðurlandabúa tekinn inn í hinn merka klúbb Cercle des Chefs.
Cercle des Cefs er klúbbur á vegum eins virtasta súkkulaðiframleiðanda í heimi, Valrhona.
Markmið klúbbsins er að tryggir viðskiptavinir Valrhona geti orðið meðlimir í Cercle des Chefs en aðgang að klúbbnum fá aðeins fremstu og virtustu matreiðslumenn og eftirrétta sérfræðingar.
Meðlimum er veittur aðgangur að margskonar upplýsinga á sérstakri heimasíðu þar sem meðlimir Cercle des Chefs geta skipst á hugmyndum, uppskriftum og reynslu sinni.
Einnig njóta meðlimir klúbbsins forgangs þegar kemur að námskeiðum, nýjum uppskriftum, frá Valrhona skólanum, markaðsstefnum og fréttum af sýningum um heim allan.
Aðilar klúbbsins eiga það sammerkt með Valrhona að vera í stöðugri leit og þróun á sviðum gæða, nýsköpunar og nýjunga.
Meðfylgjandi mynd var tekin á Grillinu Hótel Sögu er Bjarni Gunnar var formlega tekin inn í klúbbinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Pistlar19 klukkustundir síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi





