Freisting
13 milljóna króna vænst fyrir risa-hallsvepp
Risa-hallsveppur, eða truffla, sem fannst í Toskana í síðustu viku verður boðinn upp í spilavíti í Macau á laugardaginn, og er þess vænst að fyrir sveppinn fáist sem svarar 13 milljónum króna. Hann er hálft annað kíló, og einn sá stærsti sem fundist hefur.
Ríkustu auðmennirnir í Macau og Hong Kong verða væntanlega saman komnir í Stanley Ho’s Grand Lisboa spilavítinu þar sem uppboðið fer fram um sjónvarpstengil.
Sveppurinn fannst í skóglendi skammt frá Písa. Hafa verður hraðar hendur því að hallsveppi þarf að snæða innan við 20 dögum eftir að þeir eru grafnir upp. Þessi er hvítur, en einnig eru til svartir hallsveppir.
Greint frá á Mbl.is
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu