Vertu memm

Freisting

13 milljóna króna vænst fyrir risa-hallsvepp

Birting:

þann

Risa-hallsveppur, eða truffla, sem fannst í Toskana í síðustu viku verður boðinn upp í spilavíti í Macau á laugardaginn, og er þess vænst að fyrir sveppinn fáist sem svarar 13 milljónum króna. Hann er hálft annað kíló, og einn sá stærsti sem fundist hefur.

Ríkustu auðmennirnir í Macau og Hong Kong verða væntanlega saman komnir í Stanley Ho’s Grand Lisboa spilavítinu þar sem uppboðið fer fram um sjónvarpstengil.

Sveppurinn fannst í skóglendi skammt frá Písa. Hafa verður hraðar hendur því að hallsveppi þarf að snæða innan við 20 dögum eftir að þeir eru grafnir upp. Þessi er hvítur, en einnig eru til svartir hallsveppir.

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið