Vertu memm

Uncategorized

Óopnanlegum konunglegum vínflöskum skilað

Birting:

þann

Danska verslanakeðjan Irma hefur skilað af sendingu af rauðvíni frá víngarði Hinriks danaprins, vegna þess að ómögulegt var að fá tappann úr flöskunni. Þetta er gert kjölfar kvartana frá fjölda viðskiptavina keðjunnar, sem gáfust upp á því að ná í hina konunglegu dropa.

,,Við fengum fjölda kvartana yfir því að tappinn væri svo fastur í flöskunni að hann brotnaði þegar fólk reyndi að draga hann út. Viðskiptavinirnir enduðu annað hvort með korkrestar í víninu sínu, eða gátu alls ekki náð tappanum úr. Við ákvaðum við að við myndum ekki bjóða viðskiptavinunum upp á að þurfa að hringla með þetta og innkölluðum sendinguna.“ sagði talsmaður Irma við B.T. blaðið.

Prins Hinrik hefur nú fengið flöskurnar allar sendar aftur á vínekruna sína, þar sem handsterkt fólk mun væntanlega dunda sér við að reyna að opna þær. ,,Það er ekkert að víninu. Þessvegna er sendingin á leið aftur til Cayx, þar sem nýjir tappar verða settir í flöskurnar.“ sagði starfsmaður vínekrunnar við fréttavef Visir.is.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið