Freisting
100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500
|
|
Glitnir gladdi starfsmenn sína í síðustu viku með þeim fréttum að bankinn ætlaði að bjóða þeim út að borða í Súlnasal Hótels Sögu.
Fyrir mistök gleymdist að láta þá starfsmenn, sem sóttust eftir að komast að, vita að þeim stæði til boða glæsilegur kvöldverður í einum af glæsilegustu veislusölum landsins.
Samkvæmt heimildum 24 stunda var fjöldapóstur sendur til starfsmanna og þeim tjáð að rúmlega 500 manns kæmust að í kvöldverðinum og að þeir fyrstu sem svöruðu póstinum kæmust að. Þeir sem svöruðu fengu hins vegar aldrei að vita að þeir kæmust og töldu því flestir að kvöldverðurinn stæði þeim ekki til boða. Heimildir 24 stunda herma að um 100 manns hafi tekið sénsinn og mætt í Súlnasal, en Glitnir hafði pantað mat og drykk fyrir rúmlega 500 manns, en þetta kemur fram í blaðinu 24 stundum í dag.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





