Markaðurinn
Jónas slær í gegn
Ég hafði oft gaman af því að skoða síðu Hinnar Fréttastofunnar ( www.fleipur.blog.is ) meðan hún var á lífi en nú hefur ekkert gerst á síðunni í nokkra mánuði. Þar fóru menn með allskonar fleipur eins og slóðin gefur til kynna skrifaðar sem fréttir um það sem var að gerast í samfélaginu og víðar, oft skrifað með frekar svörtum húmor og kaldhæðni.
Um daginn rakst ég á svipaða síðu ( www.jonas.is ) en þar skrifar húmoristinn Jónas Kristjánsson sínar fréttir með hans gáfaðri kímnigáfi og og snilldar svartan húmor. Þetta er alveg frábær lestur ef menn lesa fréttirnar með opnum huga og það er ennþá betra því hann skrifar líka um veitingahús og mat!
Ég get vel séð hvernig matreiðslumenn sem taka þessu alvarlega gætu orðið sárir og jafnvel reiðir, sérstaklega ef skrifað er um veitingahús sem viðkomandi á/vinnur á, en auðvitað verða allir að hafa í huga að þetta er allt skrifað í gríni.
Skemmtileg kaldhæðni í greininni hans Jónasar sem ber titilinn Smásala á bjór og víni (dags. 27.10.2007) en þar skrifar hann Bjór, vín og brennivín eru ekki bara vara eins og brauð og fiskur. Þetta eru fíkniefni eins og tóbak, hættulegri en hass og krakk. og Samfélagið er sundurtætt af bjór, sem hefur breytt þjóðinni í dagdrykkjufólk. Þvílíkur húmor! Af þessum skrifum mætti halda að Jónas snerti ekki áfengi, en auðvitað er það út í hött að veitingagagnrýnandi snerti ekki áfengi! Er gott vín með steikinni ekki jafn mikilvægt og að steikin sé rétt elduð? En best finnst mér þegar hann skrifar Raunar þarf að samræma smásölu fíkniefna, hvort sem þau eru hvítvín eða hass, tóbak eða prozak. Bezt er að hafa allt á einum stað, í apótekinu. Það væri alveg frábært að geta farið bara í apótekið (sem hefur betri opnunartima en Ríikið æðislega) og keypt eina kippu og jónu. Haha Jónas .refurinn þinn .
Þá skrifar hann (08.10.2007) að á veitingastaðnum Eleven í Lissabon (1 michelin stjarna) hafi hann fengið matarveizlu á þrjú þúsund ISK. Efast um, að nokkur staður á Íslandi sé einnar stjörnu virði. Og fæstir bjóða þeir matarveizluna á þrjú þúsund krónur eins og stjörnustaðurinn Eleven. Stendur orðrétt í greininni. Vissulega er 3000 kr ótrúlega lágt verð og ég hélt að Jónasi væri alvara með að setja út á veitingastaði á Ísland en einmitt þá skoðaði ég greinina fyrir ofan þessa. Þar er yfirsögnin Sviðin jörð í Portúgal og talar Jónas um að Portúgal er með fátækustu löndum Evrópu
. og að Portugalar hafi eytt Ameríkusilfrinu sínu í vitleysu. Haha þvílíkur brandarakall hann Jónas, alveg að mínu skapi! Auðvitað fékk hann matinn á 3000 kr! Í Portugal!? Þar sem samloka á bar kostar 250 kr, kaffið er undir 100 kr og bjórinn undir 200 kr. Hann hefði örugglega getað harkað verðið niður í 2500 kr ef hann hefði nú bara reynt.
Frábær…alveg frábær….góð lesning þegar mér leiðist.
Húmorinn á þessarri síðu skín alveg í gegn!
Hmm
eða hvað??? Ekki er hann að meina þetta allt
?!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði