Uncategorized
Reyka vodka í Boston Legal
Í nýjasta þætti hins vinsæla bandaríska sjónvarpsþáttar Boston Legal, sem sýndur var vestanhafs í þessari viku, er íslenska vodkað Reyka komið á barinn hjá lögfræðingnum Denny Crane sem leikinn er af William Shatner.
Crane fær sér gjarnan í glas í hverjum þætti eins og fleiri á lögmannsstofunni og þykir hann hafa úrvals smekk, en frá þessu er greint frá á fréttavef Dv.is.
Markaðsmenn segja að óbein auglýsing af þessu tagi sé mjög verðmæt. Raunar er hermt að það sé engin tilviljun hvað sjáist af mat og drykk og öðrum vörum í svona þáttum; á bak við það séu auglýsingasamningar. Það segir því mikið um Reyka að flöskunni sé stillt upp á þessum stað í þætti eins og Boston Legal.
Reyka vodka er framleitt í Borgarnesi og er vörumerkið í eigu skoska fjölskyldufyrirtækisins William Grant & Sons, sem einnig framleiðir Grant’s viský, Glenfiddich, Balvenie og fleiri tegundir.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var