Freisting
Sjóræningjaþema á sælkerakvöldi
Árvisst sælkerakvöld Björgunarsveitarinnar Blakks og Slysavarnadeildarinnar Unnar verður haldið á Patreksfirði á laugardag. Að þessu sinni mun sjóræningjaþema ráða ríkjum. 20 rétta hlaðboð verður í boði og meðal rétta má nefna saltfisk að hætti Jack Sparrow, steinbít í fjársjóðssósu og innbakaðan Davy Jones og er þar verið að vísa til kvikmyndanna vinsælu Pirates of the Caribbean.
Húsið verður opnað kl. 20:00 með fordrykk og hátíðin sett stundvíslega kl. 20:30. Skemmtikraftarnir í sveitinni Hundur í óskilum munu sjá um veislustjórn og skemmtiatriði og um miðnættið tekur við hljómsveitin Green Beans sem spilar fram á nótt.
Hægt er að panta miða hjá Sólrúnu Ólafsdóttur í síma 456-1430, 863-5630 eða á netfanginu [email protected] og einnig er hægt verður að skrá sig á vefnum patreksfjordur.is fram til morgundags. Greiða verður miðana við afhendingu þeirra í félagsheimili Patreksfjarðar milli kl. 20-21 á fimmtudag. eða hjá Sólrúnu verði þeir sóttir fyrir þann tíma.
Greint frá á bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði