Vertu memm

Freisting

Michelinkokkurinn Emile Jung á Íslandi

Birting:

þann


Emile Jung ásamt matreiðslumönnum á veitingastað sínum Au Crocodile

Kaupþing býður tæplega tvö hundruð viðskiptavinum bankans í lúxuskvöldverð á Listasafni Reykjavíkur um helgina. Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands eldar og dýrasta vínið kostar allt að hundrað þúsund krónum flaskan.

Kaupþing í Lúxemborg býður til einkakvöldverðar bæði föstudags og laugardagskvöld og hafa forsvarsmenn bankans flutt inn matreiðslumeistara frá Frakklandi. Hann heitir Emile Jung og er eigandi staðarins Au Crocodile sem er í Strasborg. Veitingastaðurinn er með þeim dýrari í Frakklandi. Hann er með tvær michelin stjörnur sem er mælikvarði á gæði staðarins. Mest geta veitingastaðir fengið þrjár Michelin stjörnur. Sem dæmi kostar 10 rétta tilboðsmatseðill á heimasíðu staðarins fyrir tvo með víni um 415 evrur eða tæpar fjörutíu þúsund krónur.

Í porti Listasafns Reykjavíkur fara herlegheitin fram. 80 íslenskum viðskiptavinum verður boðið til kvöldverðar á morgun og um 115 stærstu viðskiptavinum Kaupþings í Lúxemborg verður boðið til kvöldverðar á laugardagskvöld.

Boðið verður upp á 10 rétta máltíð bæði kvöldin. Á boðstólnum verður meðal annars hreindýr, anda-og gæsalifur, linghænur, dúfur, humar og fleira. Þá verður boðið upp á hágæðavín með matnum, Pingus frá Spáni og Bordeaux vín frá Frakklandi. Veitinga þjónustuna Múlakaffi aðstoðar Emile Jung við framleiðslu.

Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 herma að ódýrasta vínið kosti tæpar fjörutíu þúsund krónur en dýrustu vínin á kvöldverðinum kosti allt að hundrað þúsund íslenskum krónum. Í vínbúðinni í Austurstræti kostar dýrasta rauðvínið tæpar tuttugu þúsund krónur.

Forsvarsmenn Kaupþings vildu ekki tjá sig um veisluhöldin þegar leitað var eftir því.

Auglýsingapláss

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið