Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Úrslit: Heimsmeistarakeppni Vínþjóna

Birting:

þann

Andreas Larsson vann keppnina

Dagurinn var langur en stressið fór að magnast fyrst eftir kl 15°°, morguninn var varin í prófi um vatn og um Syrah/Shiraz, afgreitt á klukkutíma. Svo fengu menn að slappa af og sumir snéru rauðir úr þeirri afslöppun því sólin er komin aftur.

Allir voru kallaðir á svið kl; 16°° og svo var byrjað að kalla þá sem náðu ekki í úrslit niður af sviðinu. 4 urðu eftir sem áttu langt og strangt verkefni framundan:

  • Gérard Basset, mjög reyndur Frakki sem er búinn að vera búsettur í Englandi í áraraðir
  • Paolo Basso, Svisslendingurinn sem hefur einnig langa reynslu og rætur í Toskana
  • Eric Zwiebel, franskur sommelier í Alsace
  • Andreas Larsson, sænskur sommelier, ráðgjafi

Fyrst voru 4 vín og 12 sterk vín smökkuð og merkilegt nokk voru ekki allir mjög sammála, nema um nokkrar tegundir.

Svo tók þjónustuverkefnið við:

Sviðsett var fyrsta kvöldið á nýopnu veitingahúsi á Rhodos, og keppendur þurftu að þjóna eftirréttavín á einu borði, bjóða víni með ákveðnu matseðli, leiðrétta vínseðil sem var fullur af villum, umhella flösku af víni fyrir gesti og þjóna þriðja borðið með kampavíni. Þeir áttu einnig að nota og stjórna sem best nema sem var þeim til aðstoðar.

Basset átti salinn, lipur fagmaður og frábær fyrir viðskiptavinina, Paolo Basso var fagmaður í gegn, Eric Zwiegel var mjög stressaður en einstaklega góður fagmaður, Andreas Larsson gerði allt sem hann var beðinn um að gera. En brekkudómararnir telja víst eins og alltaf fyrir lítið og í hléinu áður en tilkynnt var um sigurvegarann var rætt og veðjað. Paolo Baso virðist eiga flest atkvæða brekkudómaranna, en…

Andreas Larsson vann keppnina.
Skandínavíu hefur eignast sinn annan sommelier heimsmeistara. Svíarnir grétu. Gérard Basset grét, en af öðru þá getur hann þó farið heim ánægður, hann vann vatns- og shirazkeppnirnar báðar!

Við óskum Andreas til hamingju, þessi titill á sennilega eftir að gera margt fyrir vínþjóna á Norðurlöndum og hann er greinilega búinn að loka sig af í nokkur ár og árangurinn lét sig ekki vanta.

Þetta er búið að vera frábær reynsla, mikið af góðum mönnum hér og tengslanetið hefur stækkað sem um munar, en þetta er einstakt nesti fyrir framtíðina. Núna er galadinner og á morgun eldsnemma verður flogið heim í einum áfanga.

Höfundur: Dominique frá Rhodos, Sunnudagskvöld 20. maí

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið