Freisting
Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvörum

Heildverslunin Danól hefur tilkynnt um verðhækkanir á einstaka vörum og nema verðhækkanirnar allt að 15%
Er þetta mesta verðhækkun sem Neytendasamtökin hafa skráð hjá sér frá því samtökin hófu að fylgjast náið með verðbreytingum vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum 1. mars sl. Markaðsstjóri Danóls segir erlendar verðhækkanir skýra verðhækkunina.
Vörurnar sem um ræðir eru hafragrjón og hrísmjöl frá Ora, Merrild-kaffi og Quaker kornvörur. Að auki hækkaði Danól ýmsar aðrar vörur sínar um 3-5% í janúar síðastliðnum. Fyrirtækið er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í almenni matvöru.
Eftir því sem kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna, voru skýringar birgja á vöruhækkunum í janúar og febrúar þær að um viðbrögð við gengislækkun krónunnar í lok síðasta árs væri að ræða. Frá áramótum hefur krónan styrkst og því hafa Neytendasamtökin kallað eftir lækkun hjá birgjum.
Pétur Kristján Þorgrímsson, markaðsstjóri hjá Danól, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að erlendar verðhækkanir skýrðu nú hækkanir fyrirtækisins á ýmsum vörum.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





