Uncategorized
Amerískur dagur á Nordica föstud. 16. mars
Föstudaginn 16. mars standa Vínþjónasamtökin fyrir Amerískum degi í tilefni þemadaga í Vínbúðunum í mars. Fókusinn verður á bandarísk vín með sérstaka áherslu á vín frá Kaliforníu og viðskiptahlið vínbransans.
Dagskráin hefst á Hótel Nordica (í 200 manna sal á annarri hæð) kl. 17.00 með fyrirlestri Nicolas Jones frá Gallo og mun hann fjalla um bandaríska víniðnaðinn og þróun hans, stöðu bandaríska vína í heiminum og uppbyggingu vörkumerkja. Yfirvíngerðarmaður Gallo, Cal Dennison, mun síðan segja frá fyrirtækinu og helstu vínum þess auk þess sem nokkur vín verða smökkuð. Cal Dennison er einn þekktasti víngerðarmaður Bandaríkjanna en Gallo er stærsta léttvínsfyrirtæki heims.
Að þessu loknu verður smakk á bandarískum vínum sem fáanleg eru á Íslandi.
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði