Vertu memm

Freisting

Neytendasamtökin ætla að birta nöfn veitingastaða sem ekki lækka vörur sínar

Birting:

þann

Jóhannes Gunnarsson, formaður NeytendasamtakannaJá það virðist vera eitthver tregða hjá fjölmörgum fyrirtækjum og þar á meðal veitingastaða að lækka vörur sínar. Eins og margir vita þá lækkaði virðisaukaskatturinn nú um mánaðarmótin og tók gildi 1 mars 2007.

Síminn hjá Neytendasamtakana hafa verið rauðglóandi í gær og í dag og hyggja Neytendasamtökin að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki hafa lækkað verð hjá sér.

Virðisaukaskatturinn lækkaði á mat, veitingasölu, gistingu, tímaritum  ofl. niður í 7%, úr ýmist fjórtán prósentum eða 24,5 prósentum. Einnig lækka vörugjöld en það kemur til með að taka lengri tíma að skila sér út í verðlagið.

Aðspurður um hver eðlis símtölin eru, svaraði Jóhannesar Gunnarssonar, formaður Neytendasamtakanna „Síminn hjá samtökunum hefur verið rauðglóandi í gær og dag og flestir hafa kvartað undan því að verð hafi ekki lækkað hjá söluturnum, veitingastöðum, kvikmyndahúsum og mötuneytum“ og bætir við að samtökin komi til með að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem ekki lækka vörur sínar.

Þitt álit

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið